is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14942

Titill: 
  • Á ferð og flugi: Umfjöllun Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um málefni íslenskrar ferðaþjónustu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að skoða umfjöllun stærstu dagblaða landsins um málefni íslenskrar ferðaþjónustu árin 2011-2012. Lögð var áhersla á kenninguna um dagskráráhrif og hún tvinnuð saman við niðurstöðurnar. Rannsóknin var framkvæmd með megindlegri aðferðafræði og innihaldsgreining notuð sem aðferð. Einungis voru innlendar fréttasíður blaðanna skoðaðar og fréttirnar taldar, staðsetning þeirra skoðuð, stærðirnar mældar, málefnum skipt niður í tíu flokka ásamt því að neikvæður og jákvæður tónn fréttanna var greindur. Meginniðurstöður sýna að fjöldi ferðaþjónustufrétta eru alltaf undir 10% og eru flestar yfir sumarmánuði ársins júní-ágúst þegar það er háannatími í ferðaþjónustunni og fæstar yfir vetrarmánuðina janúar-mars. Morgunblaðið fjallar oftar um ferðaþjónustu en Fréttablaðið og eru fréttirnar í meirihluta litlar hjá báðum blöðum. Fréttablaðið staðsetur flestar ferðafréttir framarlega í blaðinu á meðan það er árstíðaskipt hjá Morgunblaðinu: fleiri aftarlega yfir vetrarmánuði og fleiri framarlega á sumrin. Samgöngur og atvinnumál voru þau málefni sem oftast var fjallað um en minnst var fjallað um tölfræðilegar upplýsingar, átaks- og kynningarverkefni. Í öllum tilvikum innihalda meirihluti frétta af ferðaþjónustu hjá báðum blöðum jákvæðan tón en neikvæðan. Að lokum var staðsetning fréttanna skoðuð með tilliti til stæðar og jákvæðum eða neikvæðum tóni hjá báðum blöðum. Á sumrin staðsetur Morgunblaðið flestar stórar jákvæðar fréttir aftarlega og neikvæðar framar. Fréttablaðið staðsetur hins vegar flestar stórar jákvæðar framarlega í öllum tilvikum og neikvæðar aftarlega.

Athugasemdir: 
  • Geisladiskar fylgir prentuðu eintaki ritgerðarinnar.
Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14942


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Á ferð og flugi Master.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna