is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14943

Titill: 
 • Titill er á ensku The effect of vegetation reclamation on birds and invertebrates in Iceland : a comparative study of barren land, restored heathland and land revegetated by Nootka lupin
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hnignun vistkerfa og framandi ágengar tegundir ógna líffræðilegum fjölbreytileika á heimsvísu. Endurheimt og landgræðsla eru mikilvægar aðgerðir til að bæta upp búsvæðatap og líffræðilega ferla innan vistkerfa og til viðhalds á stofnum og fjölbreytileika plantna og dýra. Mikill hluti gróðurhulu Íslands hefur tapast síðan um landnám. Aðgerðir til að hefta jarðvegseyðingu hafa staðið yfir í rúm hundrað ár á Íslandi og leiða flestar til endurheimtar mólendis. Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) hefur einnig verið mikið notuð við landgræðslu hérlendis og myndar hún vistkerfi þar sem lúpína er ráðandi um tíma. Notkun alaskalúpínu er umdeild því erfitt er að hefta útbreiðslu plöntunnar sem getur dreift sér yfir gróið land, einkum mólendi. Í kjölfar landrgæðslu taka dýr sér bólfestu í nýju gróðurlendi og getur fjöldi þeirra og fjölbreytileiki gefið árangurs mat á endurheimt viskterfisins.
  Rannsókn var gerð á 26 stöðum á Íslandi, til að meta áhrif tveggja mismunandi aðferða við till að græða upp örfoka land, á þéttleika og tegundasamsetningu fugla og þéttleika og hópasamsetningu smádýra. Uppgræðsluaðferðirnar voru: a) Endurheimt mólendis á ógrónu landi, oftast með beitarfriðun og/eða grassáningu og áburðardreifingu og b) landgræðslu ógróins lands með sáningu alaskalúpínu. Ógróið land var haft til viðmiðunar. Fuglar voru taldir á sniðum og smádýr veidd í háf í öllum gróðurlendum á öllum 26 stöðunum. Einnig voru niðurstöður háfunar smádýra á fimm stöðum bornar saman við veiði smádýra í fallgildrur.
  Hæstur þéttleiki smádýra og fugla var í lúpínubreiðum, svo í endurheimtu mólendi en lægstur á ógrónu landi. Meðalveiði smádýra í háf var 2 dýr á ógrónu landi, 22 í mólendi og 58 í alaskalúpínu. Meðalveiði í fallgidru á dag var 0.8, 1.6 og 3.3 smádýr á ógrónu landi, á mólendi og í alaskalúpínu. Að meðaltali komu fyrir 31 fugl á km2 ógróins lands, 337 á mólendi og 627 í alaskalúpínu. Samsetning fuglategunda og smádýrahópa var breytileg eftir gróðurlendi. Uppgrætt mólendi stóð undir fuglategundum sem hafa hnignandi heimsstofna en algengari tegundir á heimsvísu sóttu í alaskalúpínu. Heiðlóa og lóuþræll, algengir fuglar í mólendi, voru algengastir fugla á endurheimtu mólendi en hrossagaukur og þúfutittlingur sem einkenna hærri gróður voru algengastir í lúpínu. Algengustu hópar smádýra í lúpínu voru bjöllur, köngulær og sniglar en í endurheimtu mólendi voru mítlar, köngulær og bjöllur ráðandi. Mismunandi framvindustig innan gróðurlenda tengdust þéttleika og tegundasamsetningu fugla. Samanburður á veiðiaðferðum smádýra sýndi að fjöldi smádýra sem veiddist í háf hafði jákvæða fylgni við smádýrafjölda sem veiddist í fallgildrur. Smádýrasýni sem tekið er með háfi getur því gefið gott mat á heildarframleiðni smádýra, sem mörg hver eru mikilvæg fæða fyrir fugla. Einnig var jákvæð fylgni milli fjölda smádýra sem veiddust í háf og þéttleika fugla á sömu svæðum.

 • Útdráttur er á ensku

  Degradaton of ecosystems and introduction of invasive species are two major threats to global biodiversity. Restoration and revegetation actions of degraded, barren areas are important counteractions for amending habitat loss and ecosystem processes and to protect species of plants and animals. Iceland has lost a large proportion of its vegetation cover since its settlement. Actions against erosion and revegetation of barren areas have taken place for over a hundred years and result mostly in the restoration of heathland vegetation. However, the introduced Nootka lupin, which has also been used for revegetating eroded areas, forms long lasting ecosystems dominated by the lupin. Its use is controversial as the plant can disperse over existing vegetation, mostly heathland. Successful habitat restoration often results in colonisation of animals in the new restored habitats and their abundance and diversity can be a useful measure of restoration success.
  A survey was conducted on 26 sites, across Iceland, to evaluate the effect of two different methods of revegetating barren land on the density and species composition of birds and density and group assembly of invertebrates. These methods were: a) Restoration of native heathland on barren land, usually by protection from grazing and/or seeding with grass species and fertilisition and b) revegetation of barren land by sowing of Nootka lupin. Barren land served as a control. Birds were counted on transects and invertebrates were sampled by sweepnet in each habitat on the 26 sites. Further, sweepnet catches were compared to catches in pitfall traps on 5 sites.
  Highest total numbers of invertebrates and birds were recorded on land revegetated with Nootka lupin, followed by land restored to heathland and then barren land. The average invertebrate numbers per sweepnet were 2 on barren land, 22 on heathland and 58 in Nootka lupin. The average numbers of invertebrates per pitfall trap per day were 0.8, 1.6 and 3.3 individuals on barren land, heathland and Nootka lupin, respectively. On average 31 birds were recorded on km2 of barren land, 337 on heathland and 627 in Nootka lupin. Group and species compositions were found to differ between the three habitat types. Restored heathland provided habitat for waders of internationally decreasing populations while Nootka lupin stands harboured more common bird species. Golden Plover and Dunlin, generally common on mature heathland, were most common on restored heathland but Snipe and Meadow Pipit which characterise taller swards were most common in Nootka lupin. The most common invertebrate groups in Nootka lupin stands were beetles, spiders and slugs, whereas in the restored heathland mites, spiders and beetles were dominating. Successional stages within habitats were related to bird density and diversity. A comparison of methodologies showed that sweepnet catches were positively correlated with the total invertebrate abundance caught by pitfall traps. Sampling invertebrates by sweepnet can, therefore, give a rapid index of the total abundancy of invertebrates, many of wihch are important food for birds. Also, there was a positive correlation between invertebrate numbers caught by sweepnet and the total density of birds on the same sites.

Samþykkt: 
 • 8.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14943


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_MS_Brynja_Davidsdottir.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna