is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14944

Titill: 
  • Afbrot erlendra ríkisborgara á höfuðborgarsvæðinu. Getur lýðfræðileg samsetning haft áhrif?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá árinu 1998 til 2010 áttu sér stað miklar sveiflur á hlutfalli erlendra ríkisborgara sem kærðir voru fyrir hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu og þá einkum á hlutfalli karla en hlutfall kvenna hélst tiltölulega stöðugt. Á þessum árum breyttist einnig lýðfræðileg samsetning erlendra ríkisborgara mikið og þá sérstaklega lýðfræðileg samsetning karla en hingað til lands fluttu aðallega ungir, einhleypir og barnlausir karlmenn. Markmið þessarar ritgerðar var því að skoða hvort lýðfræðileg samsetning, það er að segja kyn, aldur, hjúskaparstaða og barneignir, erlendra ríkisborgara á höfuðborgarsvæðinu gæti haft áhrif á hlutfall erlendra ríkisborgara sem kærðir voru fyrir hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1998 til 2010.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þær breytingar sem áttu sér stað á lýðfræðilegri samsetningu erlendra ríkisborgara og karla með erlent ríkisfang á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1998 til 2010 geti skýrt þær sveiflur sem áttu sér stað á hlutfalli erlendra ríkisborgara og karla með erlent ríkisfang sem kærðir voru fyrir hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu á sama tímabili. Einnig benda þær til þess að þær litlu breytingar sem áttu sér stað á lýðfræðilegri samsetningu kvenna á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1998 til 2010 geti skýrt þann stöðugleika sem átti sér stað á hlutfalli kvenna með erlent ríkisfang sem kærðar voru fyrir hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu á sama tímabili.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14944


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf625.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna