Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14951
Brjóstagjöf á almannafæri er umdeild á sumum Vesturlöndum og þá sérstaklega í Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sumum mæðrum sem gefa brjóst á almannafæri finnst þær þurfa að leita leiða til þess að gera brjóstagjöfina eins hulda og mögulegt er ef þær vilja ekki verða fyrir áreiti af hálfu almennings. Almenningur virðist hafa lítið umburðarlyndi gagnvart því að sjá konur gefa brjóst á almannafæri. Markmið ritgerðarinnar er að veita innsýn inn í reynslu og líðan mjólkandi mæðra þegar þær gefa brjóst á almannafæri og einnig hefur verið reynt að varpa ljósi á hvers vegna almenningur lítur á brjóstagjöf sem óviðeigandi athöfn á almannafæri. Stuðst verður við rannsóknir sem hafa verið gerðar á viðhorfum almennings og reynslu kvenna við brjóstagjöf á almannafæri en það síðarnefnda er líklega erfitt í framkvæmd fyrir sumar konur vegna þess að vestræn samfélög hafa kynlífsvætt brjóstið. Barn sem sýgur brjóst stangast því á við þær menningarbundnu hugmyndir um hið kynferðislega brjóst og einnig það siðferðislega viðhorf að börn og kynlíf fari alls ekki saman. Til þess að innleiða brjóstagjöf á almannafæri sem viðurkennda samfélagslega athöfn er þörf á að venja almenning við þá sýn að kona gefi barni brjóst.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sylvia Kristínardóttir.pdf | 556.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |