is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14954

Titill: 
  • Titill er á ensku Analysis of genetic diversity of Melampsora larici-populina in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ræktun alaskaaspar á Íslandi hófst árið 1944 og hefur hún reynst það tré sem skilar hröðustum vexti hérlendis og mestum afköstum við kolefnisbindingu. Fram til ársin 1999 var alaskaösp nánast laus við skaðvalda en þá greindist asparryð, Melampsora larici-populina í fyrsta sinn hérlendis. Kólfsveppurinn M. larici-populina veldur blaðryði á aspartegundum sem heyra undir Aigeiros og Tacamahaca. Þessi sjúkdómsvaldur getur dregið úr framleiðslu lífmassa og valdið efnahagslegu tjóni. Í þessari rannsókn voru 480 sýni sem safnað var á 15 svæðum greind með 25 örtunglum. Við mat á erfðabreytileika var stuðst við niðurstöður af 439 sýnum sem greind voru með 22 þessara örtungla. Eitt örtungl var einbrigða en önnur fjölbrigðin. Fjöldi samsæta fyrir þau var frá þrem til tíu. Meðalfjöldi samsæta í seti var 5,25. Meðal arfblendni var 0,350 samanborið við væntanlega arfblendni sem var 0,375. Meginhnitagreining (PCoA) gaf vísbendingu um að einstaklingar aðgreindust í tvo megin hópa, en PCoA greining á hópum eftir sýnatökustöðum benti til þriggja meginhópa. Af heildar erfðabreytileika var einungis 9 % munur milli hópa eftir söfnunarstöðum á meðan 91% breytileikans fannst innan hópanna. Greining með Bayesian aðferð benti einnig til þess að líklegasta flokkun á hópum eftir söfnunarsvæðum leiddi til skiptingar í þrjá undirhópa, með ummerki um minniháttar flæði erfðaefnis milli þeirra. Einnig var gerður samanburður við íslenskt sýnasafn frá 2003 og franskt gagnasafn frá 2009. Sá samanburður sýndi að ryð í nágrenni Skálholts var samstofna því ryði sem þar var 2003, þó greina megi vísbendingar um genaflökt. Þá benti samanburður við frönsku gögnin til þess að íslenskt ryð væri erfðafræðilega frábrugðið stofnum í Frakklandi fyrir utan ryð frá Lóni. Skiptingu íslenska ryðstofnsins í undirhópa sem fannst hér má hugsanlega bæði rekja til einangrunar og genaflökts auk endurtekins landnáms. Gera má ráð fyrir að ryð geti í framtíðinni borist milli svæða og nýir stofnar geti borist til landsins, hvort sem er af mannavöldum eða með vindi. Niðurstöður rannsóknarinnar sem kynntar eru hér undirstrika mikilvægi þess að fylgjast náið með framvindu ryðsins hér á landi og sömuleiðis að huga vandlega að ryðþoli í íslensku kynbótastarfi á öspum.

  • Útdráttur er á ensku

    Black cottonwood, Populus balsamifera L. ssp. trichocarpa (T. & G.) Brayshaw first grown in Iceland in 1944, has proven to be fast growing and possess the highest capacity for carbon sequestration identified in Icelandic forestry. Black cottonwood in Iceland was almost free of pests until the year 1999 when Melampsora larici-populina was first detected in Iceland. The basidiomycete M. larici-populina causes foliar rust on Populus species from the sections Aigeiros and Tacamahaca, reducing biomass production and causing economic losses. In the present study, a total of 480 isolates, collected at 15 locations in Iceland were analysed using 25 microsatellite markers. For data analysis, results of 439 isolates analysed with 22 markers were used. Twenty-one of the loci were polymorphic, with an average of 5.25 alleles per locus. The mean observed and expected heterozygosity were 0.350 and 0.375, respectively. According to Principal Coordinates Analysis (PCoA), individuals clustered to two main groups, while samples grouped by locations clustered in three groups. The distribution of genetic diversity was low on a spatial scale, only 9 % between populations by locations and 91 % within populations. Based on Bayesian analyses of population structure the most likely substructuring of the 15 populations by locations was considered three subpopulations with low estimated levels of gene-flow between the subpopulations. If compared to the genetic structure of Icelandic rust collected in 2003, the same population structure was observed over time at Skálholt with evidence of genetic drift. Comparison to data from French M. larici-populina population in 2009, showed that the main Icelandic population is genetically different, while this comparison grouped the sample from a single Icelandic sampling location, Lón, among French samples. The population structure observed for the Icelandic rust population is most likely due to isolation and genetic drift as well as repeated events of colonization. In the future, two different dispersal modes can be expected, one by transport of spores between locations within the country, the other by repeated colonization events from abroad. The results reported here underline the importance of closely monitoring the development of fungal diseases in Iceland, as well as the importance of the careful selection of resistance for the Icelandic plant-breeding program.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_MS_Sigridur_Erla_Elefsen.pdf2.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna