is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14961

Titill: 
  • Nýfrjálshyggja og alþjóðlegar mótmælahreyfingar: Frá Austurvelli til Zucotti Park
  • Titill er á ensku Neoliberalism and Global Social Movements: From Austurvöllur to Zucotti Park
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðgangsefni ritgerðarinnar er nýfrjálshyggja, alþjóðleg markaðshyggja og mótmælin sem risu víða um heim í kjölfar efnahagshrunsins 2008, þar á meðal á Íslandi. Á síðustu áratugum hefur nýfrjálshyggja fest sig í sessi ekki einungis í stjórnmálalegu og hagrænu tilliti heldur einnig í mótun heilbrigðar skynsemi (e. common sense). Ég mun þar af leiðandi ekki síður nálgast nýfrjálshyggju sem samfélagspólitík og sem menningarlegt ástand. Í því samhengi skoða ég mótmæli og mótmælahreyfingar og geri þar grein fyrir aðgerðum og andspyrnu þeirra á tvenns konar vegu. Annars vegar út frá nýfrjálshyggju, sem ráðandi hugmyndafræði samtímans og hins vegar í ljósi aukinnar tækni- og alþjóðavæðingar. Út frá þessum tveim meginþáttum fjalla ég um það hvernig mótmælahreyfingar í dag mynda alþjóðlega andspyrnu þvert á landamæri. Krafa þessara mótmælahreyfinga snýst fyrst og fremst um baráttuna fyrir raunverulegu lýðræði og mannúðlegum gildum. Auk þess verður litið á hvernig hreyfingarnar hafa nýtt sér Internetið sem vettvang fyrir samskipti einstaklinga, flæði upplýsinga og myndun samstöðu. Með þessum vitundarvakningum myndaðist kjarkur fyrir því að færa andspyrnu frá netheimi og yfir í raunheim þar sem andófsaðgerðir voru stundaðar meðal annars í formi nýrra lifnaðarhátta í almennum rýmum.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir.pdf372.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna