is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14963

Titill: 
  • Nýir miðlar – tölvuleikir. Saklaus skemmtun eða dauðans alvara?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Maðurinn hefur aldrei staðið frammi fyrir eins miklu sjónrænu áreiti og nú. Hvaða áhrif það hefur á manninn er mörgum rannsóknarefni. Hér verður gerð grein fyrir hve sjónræn menning er vítt og síbreytilegt svið og hve erfitt er segja eina aðferðafræði og nálgun til að rannsaka hana vera betri en aðra. Í raun er því óhjákvæmilegt annað en að beina athyglinni aðeins að hluta sjónrænnar menningar í hvert sinn og ákveða út frá hvaða sjónarhorni hún skal skoðuð. Hér verður farin sú leið að skoða sjónræna menningu út frá listfræðilegu sjónarhorni en einnig að nokkru leyti í safnafræðilegu ljósi þar sem ákveðin skörun er þarna á milli. Maðurinn eyðir sífellt stærri hluta hvers dags framan við skjá af einhverju tagi. Ofurkapp er lagt á að koma öllu efni yfir á stafrænt form. Skoðað verður hve mikil áhrif nýir miðlar hafa á listina og listheiminn; ekki síst á framsetningu, miðlun og upplifun fólks á list. Tölvuleikir eru sá miðill sem sístækkandi hópur fólks kýs að nota. Listamenn nota þá sem farveg fyrir sína listsköpun en áhöld hafa verið um hvort sú sköpun geti í einhverjum tilfellum talist vera list. Viss tilhneiging er til að líta á tölvuleiki einungis sem leið til dægrastyttingar. Tölvuleikir eru hins vegar flókið fyrirbrigði og í þeim kristallast margir þættir sem í senn bæði móta og endurspegla það þjóðfélag sem við búum í. Listasafnið MoMA; Museum of Modern Art í New York, keypti nýverið 14 tölvuleiki og gaf út að það væri aðeins byrjunin því safnið hygðist koma sér upp góðu safni tölvuleikja. Að svo stórt og virt safn á borð við MoMA skuli kaupa og sýna tölvuleiki, felur í sér mikla viðurkenningu á þeim sem list. Spurningunni „hvað er list?“ verður þó seint svarað svo öllum líki. Kenningar fræðimannanna Roland Barthes, Walters Benjamin, Marshalls McLuhan og Jeans Baudrillard verða lagðar hér til grundvallar umfjölluninni. Lögð verður sérstök áhersla á kenningar Baudrillards um eftirlíkingaskeiðið, menningarlegt hvarf og tilgangsleysi listarinnar. Kenninga annarra fræðimanna verður getið í stuttu máli eftir því sem þurfa þykir til að varpa enn frekara ljósi á umfjöllunarefnið.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_AnnaGuðfinnaStefánsdóttir.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna