is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14964

Titill: 
 • Titill er á ensku Comparing biodiversity of birds in different habitats in South Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ljósi aukinnar landnýtingar og hnignunar líffræðilegrar fjölbreytni er afar brýnt að auka þekkingu á henni bæði til að nýta við skipulagsgerð og við verndaráætlanir. Nauðsynlegt er að greina á sem skjótastan hátt þau búsvæði sem mikilvægust eru fyrir líffræðilega fjölbreytni til að minnka neikvæð áhrif landnýtingar. Þekking á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi er brotakennd og ófullnægjandi, sérstaklega þegar horft er til hraða landbreytinga síðustu áratugi. Í þessari rannsókn voru vettvangsmælingar á fuglum á láglendi Suðurlands, sem er alþjóðlega mikilvægt fyrir ýmsar fuglategundir, bornar saman við landflokka í Nytjalandsgagnagrunni Landbúnaðarháskóla Íslands til að greina tengsl líffræðilegrar fjölbreytni fugla við mismunandi gróðurbúsvæði. Athuganir voru gerðar á fimm algengustu gróðurbúsvæðum Suðurlands, fyrir utan ræktað land. Þessi búsvæði voru votlendi, hálfdeigja, ríkt mólendi, graslendi og rýrt mólendi.
  Í heildina voru skráðir 5128 fuglar af 22 tegundum, 95% þessara fugla voru af átta tegundum, sjö vaðfuglar og þúfutittlingur (Anthus pratensis). Af þessum átta tegundum voru fimm (lóuþræll (Calidris alpina), hrossagaukur (Gallinago gallinago), spói (Numenius phaeopus), jaðrakan (Limosa limosa) og þúfutittlingur) með hæstan þéttleika í votlendi. Tjaldur (Haematopus ostralegus) og stelkur (Tringa totanus) voru með hæstan þéttleika í graslendi en mest var af heiðlóu (Pluvialis apricaria) í rýru mólendi. Heildarþéttleiki þessara átta tegunda í fimm búsvæðum var frá 274 fuglum á km2 í rýru mólendi til 640 fugla á km2 í votlendi. Mælingar á fuglalífi á láglendi Suðurlands benda til þess að almennt séu blautari búsvæði mikilvægari en þurrari, það var hærri þéttleiki og hærri meðalfjöldi tegunda í búsvæði. Nytjaland sýndi skýr tengls við fuglalíf og virðist henta vel sem grunnur undir kortlagningu líffræðilegrar fjölbreytni.

 • In a world of rapid anthropogenic land use changes and declining biodiversity, there is an urgent need for understanding the state of biodiversity to aid management and conservation. In order to successfully manage land use in ways that is least harmful for biodiversity it is vital to be able to identify habitats that are of most importance for biodiversity. The knowledge about biodiversity in Iceland is limited, especially in light of accelerating land use changes, which rate among the most rapid in Europe. In this study, bird surveys from 200 random sites in the lowlands of South Iceland, which is of great international importance for several bird populations, were linked to land classification of the Icelandic Farmland Database (Nytjaland) in order to assess the importance of different habitats for biodiversity of birds. Birds were surveyed in the five most common vegetated habitat classes, other than agricultural land: wetland, semi-wetland, rich heathland, grassland and poor heathland.
  In total there were 5128 individuals of 22 avian species recorded and 95% of them were of eight species, seven waders and Meadow Pipit (Anthus pratensis). Of those eight species, five (Dunlin (Calidris alpina), Snipe (Gallinago gallinago), Whimbrel (Numenius phaeopus), Black-tailed Godwit (Limosa limosa) and Meadow Pipit) occurred in highest density in wetland but Oystercatcher (Haematopus ostralegus) and Redshank (Tringa totanus) occurred in highest densities in grassland and Golden Plover (Pluvialis apricaria) in poor heathland. Total density of the eight species in the five habitats ranged from 274 individuals per km2 in poor heathland to 640 individuals per km2 in wetland. Different measures of the avifauna in South Iceland suggest that wetter habitats are of greater importance for birds than the drier ones. The wetter habitats generally had higher densities and higher mean number of bird species. The Icelandic Farmland database proved to be well suited for the purpose of mapping biodiversity.

Styrktaraðili: 
 • University of Iceland Research Fund and Náttúruverndarsjóður Pálma.
Samþykkt: 
 • 8.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14964


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_MS_Lilja_Johannesdottir.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna