Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14972
Ritskoðunarstefna Hays-embættisins var einn mesti áhrifavaldur á þróun kvikmyndamiðilsins á tuttugustu öldinni. Þar var skýrt tekið fram hvað mætti og hvað mætti ekki sýna á hvíta tjaldinu með útgáfu framleiðslukóðans árið 1934. Það er þó ekki þar með sagt að ritskoðun kvikmynda hafi hafist árið 1934 heldur er ritskoðun kvikmynda í Bandaríkjunum nánast eins gömul og miðillinn sjálfur. Hér verður saga ritskoðunar í bandarískum kvikmyndum rakin og athygli beint þeim þáttum sem Hays-embættið lagði mesta áherslu á að útrýma, ofbeldi og kynlíf. Sérstök áhersla verður lögð á gamanmyndir, teknar verða til greiningar þrjár kvikmyndir, tvær sem gefnar voru út fyrir árið 1934 og ein sem gefin var út eftir þann tíma. Rætt verður um ritskoðun í samhengi við tilurð tilsvaragrínmyndarinnar og möguleg tengsl þar á milli skoðuð Í greiningarkaflanum verður reynt að varpa ljósi á þau áhrif sem kóðinn hafði á framsetningu varhugaverðs efnis í Hollywood kvikmyndum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðjón Árni lokaritgerð.pdf | 250,74 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |