Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14975
Hér á landi hefur fundist nokkurt magn af skóm í hinum ýmsu uppgröftum. Þessir skór hafa þó lítið sem ekkert verið rannsakaði og því mjög lítið vitað um þá. Vegna þessa telur höfundur það nauðsynlegt að kynna sér þessa skó nánar og verður það gert hér á eftir. Markmiðið verður að fá heildarsýn yfir það skótau sem fundist hefur í jörð hér á landi, rýna í aldursgreiningar þeirra, kortleggja fundarstaði, kanna samanburð skófunda á Íslandi við erlenda fundi og reyna að gera sér grein fyrir því hvort þeir hafi verið innfluttir eða heimagerðir. Þá verður einnig reynt að skoða mun á skóm á milli kynja.
Þar sem að fjöldi jarðfundinna skóa er umtalsverður, var ákveðið að takmarka innihald ritgerðarinnar við leður eða skinnskó frá landnámi fram til 1800. Þá var ákveðið að sleppa einnig lausafundum, auk þess sem eitthvað var um að skór fundust ekki geymslum. Þeir skór sem féllu innan takmarka voru 110 talsins.
Þessir skór fundust nær allir á suður- og suðvesturhluta landsins. Líklegt er talið að þeir hafi flestir verið innfluttir eða gerðir eftir erlendri fyrirmynd og sýnir það að Íslendingar hafa fylgt erlendum tískustraumum. Mikill meirihluti skónna voru karlmannsskór, eða í það minnsta um 70%, sem sést á stærð þeirra sóla sem unnt var að mæla. Merki hafa fundist um mögulega skógerð hér á landi, þá helst á Gásum og í Viðey, í það minnsta hefur örugglega verið gert við skóna á þessum stöðum. Þó er líklegt að meirihluti fólks hafi notast við sauðskinnskó en ástæða þess að þeir hafa sjaldan fundist er sú að þeir hafa ekki varðveist eins vel.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ritgerdir_titilsida.pdf | 62.96 kB | Opinn | Titilsíða | Skoða/Opna | |
ritgerdir_forsida_1.pdf | 82.16 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
BA-ritgerdtilprentunar.pdf | 2.6 MB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna |