is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14979

Titill: 
  • Bág staða íslenskra blaðakvenna: Greining á Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og DV
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókninni var að kanna kynjahlutfall í íslenskri blaðamannastétt, þ.e. hvort færri konur en karlar starfa sem blaðamenn. Þá vildi höfundur reyna að finna út hvort munur væri á umfangi og eðli þeirra frétta sem karlar og konur skrifa. Einnig var kynjahlutfall pistlahöfunda athugað ásamt því að skoðað var hvort kynin væru jafn líkleg til að eiga aðsendar greinar sem birtast í dagblöðum. Þrjú dagblöð voru skoðuð og greind, það eru Morgunblaðið, Fréttablaðið og DV og stóð greiningin yfir í þrjár aðskildar vikur frá janúar til mars 2013. Efnið var greint eftir því hvort um var að ræða frétt, pistil eða aðsenda grein og síðan var það flokkað eftir því hvers kyns blaðamaðurinn eða höfundurinn var. Auk þess var stærð frétta og staðsetning þeirra í blaðinu skoðuð, og að lokum var öllum fréttum skipt niður í efnisflokka.
    Meginniðurstaða rannsóknarinnar var að hlutur kvenna er mjög skertur á íslenskum dagblöðum. Blaðakonur skrifa töluvert færri fréttir en blaðakarlar, en aðeins 23% þeirra frétta sem voru skoðaðar voru skrifaðar af konum. Þá virtust blaðakonur hafa takmarkaðan aðgang að ákveðnum efnisflokkum. Fréttir sem fjölluðu um íþróttir, viðskipti og stjórnmál voru nánast eingöngu skrifaðar af körlum. Þá áttu konur mun síður fréttir á forsíðu, ásamt því að þær skrifuðu færri pistla og aðsendar greinar.
    Vandamálið er stórt. Rannsóknir sýna að blaðakonur eru líklegri til að tala við og fjalla um aðrar konur og því verður kvenþjóðin ósjálfrátt minna sýnileg í fréttum ef hlutur þeirra er skertur meðal starfsmanna. Með ójafnri umfjöllun um kynin og með því að skapa og viðhalda stöðluðum kynjaímyndum eiga fjölmiðlar sinn þátt í að viðhalda kynjaskekkju samfélagsins.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of the study was to examine the sex ratio among journalists on Icelandic newspapers and examine whether there were differences in terms of both size and nature of news articles that female and male journalists write. In addition, columns that express personal opinions of journalists, including editorials, and articles sent in by the public were also examined based on the sex of the author. Three newspapers were analyzed, i.e. Morgunblaðið, Fréttablaðið and DV. The newspapers were analyzed for three randomly selected weeks over a three-month period, from January to March 2013. All news articles, columns, and articles sent in by the public were then analyzed by the sex of the author. In addition the size of the news articles and their location in the newspaper was examined and at last the news articles were categorized based on their subject matter.
    The main findings were that considerably fewer female journalists write news articles in Icelandic newspapers. Female journalists only wrote about 23% of the news articles examined. Moreover, it appears that female journalists don´t have access to certain subject categories. For an example, the vast majority who wrote on sports, business and politics were men. Also, women wrote fewer front-page news articles then men, and they wrote fewer columns and articles sent in by the public.
    This gender bias is a significant problem. Other studies have revealed that female journalists are more likely then male journalists to interview and make news about other women. Therefore the presence of women in news as a subject won´t be accurate if there are fewer women then men writing and working on newspapers. If the media doesn’t change the gender bias in the news they will continue to encourage and contribute to the inequality between women and men in the society.

Athugasemdir: 
  • Geisladiskur fylgir prentuðu eintaki ritgerðarinnar.
Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14979


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sunna Stefánsdottir ritgerð.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna