is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14980

Titill: 
  • Titill er á ítölsku La mafia siciliana, Cosa Nostra. Uno studio sulle origini, la storia, l’attualità
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Uppruna mafíunnar má rekja til Sikileyjar. Á Sikiley notar mafían heitið Cosa Nostra sem merkir „okkar mál“. Sikileyska mafían hefur haft ítök í efnahag og stjórnmálum eyjarinnar í hundruði ára en hún hefur einnig haslað sér völl á meginlandi Ítalíu og erlendis. Í lok 19. aldar var mikil kreppa á Ítalíu og fluttust margir íbúar Sikileyjar til Bandaríkjanna í leit að betra lífi og í kjölfarið mynduðust þar mafíuklíkur. Mafía er skipulögð glæpastarfsemi og stunda meðlimir hennar meðal annars fjárkúgun, peningaþvætti og eiturlyfja- og vopnasmygl. Á 10. áratug síðustu aldar náði baráttan gegn mafíunni hápunkti og voru dómararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino þar fremstir í flokki. Giovanni og Borsellino helguðu lífi sínu baráttunni gegn mafíunni og urði þeir heimsfrægir fyrir harðfylgni sína gegn henni. Baráttan skilaði töluverðum árangri en nokkrir af helstu mafíuforingjum Sikileyjar voru handsamaðir. Tilgangur þessarar rigerðar er að greina frá megin einkennum sikileysku mafíunnar, sögu hennar og vinnubrögðum. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er greint frá uppruna mafíunnar og þróun hennar í tímanna rás. Einnig er fjallað um hugtakið mafía og merkingu þess. Í síðari hluta ritgerðarinnar er fjallað um baráttuna gegn mafíunni og þær aðferðir sem notaðar hafa verið til að reyna að uppræta hana. Fjallað verður um þá sem hafa gengið hvað lengst í baráttunni og náð hvað mestum árangri og örlögum þeirra. Í lokin er komið inn á þær breytingar sem hafa orðið á vinnubrögðum mafíunnar frá 10. áratug síðustu aldar fram til dagsins í dag og hver ástæðan gæti verið á bak við þessar breytingar.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14980


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Sveina Bjarnadóttir.pdf678.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna