is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14983

Titill: 
  • Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Orðræðan um þjóðerni og myndlist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar um aldamótin 1900 og þá sérstaklega um tímamótasýningu hans árið 1905 í Reykjavík þar sem hann sýndi fyrstur íslenskra myndlistarmanna málverk sem sóttu myndefni sín í þjóðsögurnar. Þjóðsagnamyndir Ásgríms eru skoðaðar í samhengi við menningarlegan bakgrunn hans, verk myndhöggvarans og góðvinar Ásgríms, Einars Jónssonar og tengsl þeirra við þjóðernisrómantík og symbólisma. Einnig er fjallað um söfnun og útgáfu þjóðsagna á Íslandi og það hlutverk sem sú útgáfa hafði sem bakhjarl hinnar þjóðernisrómantísku hreyfingar í lok 19. aldar. Fjallað er um nokkrar þjóðsagnamyndir Ásgríms sem hann vann í byrjun 20. aldar og þá sterku tjáningu tilfinninga sem koma fram í þessum verkum hans. Tröllið, eitt vinsælasta myndefni Ásgríms, er skoðað með tilliti til þeirra ímyndar sem tröllið hefur í norrænni aldamótalist. Að lokum eru landslags- og þjóðsagnamyndir Ásgríms settar í samhengi við þá þjóðernislegu orðræðu sem varð til í lok 19. aldar. Þá er fjallað um verk Ásgríms í samhengi við hugmyndir um þjóðerni og hlutverk myndlistarinnar sem voru nátengdar í upphafi 20. aldar.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14983


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GudrunLilja.pdf1,03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna