is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14985

Titill: 
  • Hljóðnuð hófatök. Dýrasögur Gests Pálssonar og Þorgils gjallanda í alþjóðlegu samhengi raunsæis og nútíma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru skoðaðar dýrasögur, sérstaklega tvær smásögur eftir Gest Pálsson og Þorgils gjallanda, „Skjóni“ og „Heimþrá“. Báðar sögurnar voru skrifaðar á raunsæistímanum á Íslandi þegar skilin milli manns og dýrs voru þokukennd í ljósi vísindakenninga Charles Darwin á 19. öldinni. Darwin hafði áhrif á rithöfunda víða um heim sem tileinkuðu sér nýjan hugsunarhátt gagnvart dýrunum og reyndu að sjá þau fyrir sér sem sjálfstæðar verur án tenginga við táknkerfi bókmenntahefðanna. Þannig urðu dýrasögurnar til á Íslandi, Gestur og Þorgils voru báðir mikilvægir í uppgangi raunsæisstefnunnar á landinu og reyndu fyrir sér á þessum nýja vettvangi bókmenntanna. „Skjóni“ birtist í blaði sem Gestur ritstýrði, Skuld árið 1884 og fjöldi dýrasagna sem Þorgils skrifaði birtust í tímaritinu Dýravininum sem gefið var út á árunum 1885 til 1916, en „Heimþrá“ var gefin út árið 1910 í sérstöku dýrasagnabindi Þorgils, Dýrasögum I. Á þeim rúmu þrjátíu árum sem Dýravinurinn var gefinn út stuðlaði tímaritið að bættri meðferð á dýrum hér á landi og ritstjóri þess, Tryggvi Gunnarsson, hvatti til þess að sett yrði á fót dýraverndunarfélag á Íslandi. Eftir að útgáfu tímaritsins var hætt hurfu dýrasögurnar af yfirborðinu og hefur lítið borið á þess konar sögum á Íslandi síðan. Darwin lagði grunn að fjölmörgum vísindagreinum nútímans þar sem dýr og náttúra eru viðfangsefnið og með nýjum tímum hefur sprottið upp áhugi fyrir að kanna samband manna og dýra betur í menningar- og samfélagslegu samhengi. Dýrasögur raunsæisins hafa því öðlast nýtt líf með innkomu nýrra vísindafaga og smásögurnar tvær verða greindar í samhengi raunsæisins og nútímans.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thorunnBA1pdf.pdf424.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna