is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14986

Titill: 
  • Mun stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd styrkja stöðu þingeftirlits á Alþingi? Aðdragandi og áherslur á fyrsta starfstímabili
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með þingskapabreytingum Alþingis í júní 2011 er þingeftirlit fastanefnda formlega komið til einnar nefndar sem tekur til stjórnsýslunnar í heild. Þetta er grundvallarbreyting frá fyrra formi þar sem fastanefndir höfðu eftirlit með hverjum málaflokki fyrir sig. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis er nýtt verkfæri í höndum þingsins sem býður í fyrsta sinn upp á sérhæfingu starfsmanna og þingmanna á sviði þingeftirlits og styrkir þar með samskipti Alþingis við eftirlitsstofnanir þess.
    Markmið verkefnisins er þríþætt: að draga fram eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdarvaldinu í íslenskri stjórnskipan, að skýra aðdragandann að þingskapabreytingunum vorið 2011 til að meta styrk þingeftirlits Alþingis og meta heildaráhrif stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fyrsta starfstímabili. Til að komast að niðurstöðu hafa allar fundargerðir nefndarinnar verið yfirfarnar frá tímabilinu 1. október 2011 til áramóta 2012 og viðfangsefnin flokkuð í átta mismundi málaflokka. Settar hafa verið fram skýrandi heildarniðurstöður í fjórum töflum og í framhaldinu eru þrjár meginniðurstöður rökstuddar. Í fyrsta lagi að sá skammi starfstími sem hér er til skoðunar sé fyrir margar sakir óvenjulegur og ekki líklegur til að endurspegla störf nefndarinnar til lengri tíma. Í öðru lagi að stjórnskipunarverkefni nefndarinnar hafi á fyrsta starfstímabili tekið mestallan vinnutíma nefndarinnar á kostnað annara verkefna á sviði þingeftirlits og að lítið samhengi er á milli fjölda verkefna og þess tíma sem fer í umfjöllunum um hvern málaflokk. Loks má álykta um mikilvægi þess að formfesta úrvinnslu Alþingis á þeim skýrslum og ábendingum sem koma frá Ríkisendurskoðun og Umboðsmanni Alþingis. Mikið magn upplýsinga kemur frá þessum tveimur eftirlitsstofunum árlega um það sem betur mætti fara í stjórnsýslunni og lagaumhverfinu. Á sama tíma var umræðutíma í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd naumt skammtað í hverju máli og óljóst um eftirfylgni þinglegrar meðferðar. Ljóst er að nefndin fékk vindinn sterklega í fangið á fyrsta starfstímabili sínu og átti erfitt með að taka á móti öllum þeim verkefnum sem fyrir lágu.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Saga Steinþórsdóttir.pdf852.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna