Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14988
Fjölmiðlar fjalla í auknum mæli um líkamsárásir og alvarleika þeirra. Sú umfjöllun er ekki alltaf í samræmi við þróun í fjölda brota enda virðist þeim fækka. Til að skoða þetta nánar voru kærur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota gegn 218.2 gr. almennra hegningarlaga á árunum 2000, 2006 og 2011 skoðaðar nánar. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort breyting hafi orðið á eðli brotanna og þá sérstaklega hvort þau séu að verða alvarlegri. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að töluverð breyting hafi orðið á eðli stórfelldra líkamsárása. Brotin virðast vera framkvæmd af nánum einstaklingum í meira mæli en áður auk þess sem hlutfall brota sem framkvæmd eru við heimili og einkalóð annars vegar og á og við skemmtistaði hinsvegar er orðið jafnara. Greining á vopnbeitingu, alvarleika árása og áverka og hlutfalli gerenda og þolenda benti til aukins alvarleika í stórfelldum líkamsárásum á höfuðborgarsvæðinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA - Fannar Kristmannsson.pdf | 706.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |