is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14992

Titill: 
  • Kvennasögur. Samanburður á Þórubókum Ragnheiðar Jónsdóttur og Karitasbókum Kristínar Marju Baldursdóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um Þórubækur Ragnheiðar Jónsdóttur, Ég á gull að gjalda, Aðgát skal höfð, Sárt brenna gómarnir og Og enn spretta laukar og Karitasarbækur Kristínar Marju Baldursdóttur, Karitas án titils og Óreiða á striga. Þórubækurnar fjalla um lífshlaup Þóru Gunnarsdóttur frá Hvammi sem dreymir um að hljóta æðri menntun og þær hindranir sem verða á leið hennar að því marki, ástar- og fjölskyldumál. Karitasarbækurnar fjalla um Karitas Jónsdóttur sem þráir að verða listmálari og togstreituna á milli þess að sinna listsköpun annars vegar og ástar- og fjölskyldumála hins vegar. Bornar eru saman aðalsögupersónur bókanna sem eiga margt sameiginlegt. Persónulýsingarnar og bakgrunnur þeirra eru könnuð með hliðsjón af sögulegum aðstæðum á Íslandi á þeim tíma sem fjallað er um í skáldsögunum. Aðferð ritgerðarinnar er því fyrst og fremst söguleg. Í upphafi er fjallað um þjóðfélagsaðstæður á 20. öldinni, þegar konur höfðu ekki jafna möguleika og karlar til náms og dæmi tekin um ójafna stöðu karla og kvenna á fyrri hluta aldarinnar. Báðar konurnar eiga það sameiginlegt að óvænt atvik verða til þess að þær fá tækifæri til að mennta sig. Þær kynnast ófullkomnum og veikgeðja karlmönnum sem hefta framtíðaráform þeirra en koma samt ekki í veg fyrir þau. Sýnt verður fram á hversu margt þessar tvær konur eiga sameiginlegt og hvaða þættir það eru í lífi þeirra sem hindra þær í því að láta drauma sína rætast um menntun og listsköpun. Ástarmál kvennanna eru fyrirferðarmikil og því eru þeim gerð góð skil svo og barneignum – enda þættir sem höfðu afgerandi áhrif á framtíðaráform þeirra og sjálfstæðisviðleitni. Vakin er athygli á ýmsum öðrum hliðstæðum í lífi þeirra og viðbrögð þeirra skoðuð. Þá verður rætt um þau hughrif sem þessar tvær konur skilja eftir í huga lesandans og færð rök fyrir því að þær njóti takmarkaðrar samúðar – þrátt fyrir framsýni þeirra og dugnað.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnheidur Davidsdottir BA ritgerd 2013.pdf172.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna