is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14995

Titill: 
  • Kvöldu kvenhetjur Lars von Trier. Birtingarmynd konunnar í kvikmyndum leikstjórans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fáir leikstjórar samtímans eru jafn umdeildir og Lars von Trier. Danski Leikstjórinn er þekktur alls staðar í heiminum fyrir ögrandi kvikmyndir og hugmyndafræði, einkennilegt hátterni, sérstakan persónuleika og auðvitað meðferð hans á konum. Trier notast iðulega við konur sem aðal söguhetjur kvikmynda sinna en kvenpersónur þessar eiga við ýmiskonar sálræn eða líkamleg vandamál að etja. Hefur orðspor Trier farið víða og kvikmyndir hans vakið mikla athygli en hann hefur oftar en ekki gengið fram af áhorfendum kvikmynda sinna. Fjallar hann um dauðann, þunglyndi og fjölskylduerjur í myndum sínum en það sem er hvað eftirtektarverðast er ill meðferð hans á kvenpersónunum. Hefur Trier verið talinn til kvenhatara í fjölda ára vegna þessa og verið gagnrýndur af feministum fyrir birtingarmynd hans á konunni. Markmið þessarar ritgerðar er að reyna að sýna fram á að ástæða meintrar misnotkunar hans á konunni sé flóknari en einskært hatur hans á kvenþjóðinni þó svo hann láti kvenpersónur sínar ganga í gegnum ýmsar raunir og kvalir. Leitast er við að sýna fram á að þrátt fyrir skrautlegt orðspor leikstjórans, þá sé ætlunarverk hans meira og stærra en það að hrella fólk með óhefðbundnum og óviðeigandi atriðum. Fjórar kvikmyndir leikstjórans eru skoðaðar og greindar út frá kvikmyndafræðilegu sjónarhorni og beitt verður feminískri nálgun við skoðun þessara ákveðnu kvikmynda en þær eru Breaking the Waves, Dancer in the Dark, Dogville og Melancholia.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf399.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna