en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/14998

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvernig var heimildaöflun háttað við ritun Íslenskrar listasögu, frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar?
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Gerð hefur verið eigindleg rannsókn á því hvernig heimildaöflun var háttað við ritun Íslenskrar listasögu, frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, sem út kom í október 2011. Markmið rannsóknarinnar var í fyrsta lagi að kanna hvernig heimildaöflun við ritunina var háttað og í öðru lagi að kanna aðgengi að heimildum um íslenska listasögu, þ.e. að rituðum heimildum og listaverkum. Rannsóknin byggði á þremur rannsóknarspurningum og var hún framkvæmd með opnum viðtölum við tíu af fjórtán höfundum ritsins. Fram kom að helstu heimildir höfunda voru greinar í dagblöðum, tímaritum og sýningarskrám eða bækur um listamenn. Aðgengi höfunda að heimildum var mjög mismunandi, allt frá því að hafa eldri frumrannsóknir í það að hafa engar útgefnar heimildir að styðjast við. Mikill meirihluti höfundanna þekkti efnið sem þeir fjölluðu um og vissi hvar heimildir var að finna. Höfundar töldu sig hafa fengið heildstætt yfirlit yfir efnið og mikill meirihluti hugsaði sér að vinna áfram með það. Grunnrannsóknir á íslenskri listasögu eru skammt á veg komnar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Íslensk listasöfn hafa verið aðalrannsóknarvettvangur hennar og er framlag Listasafns Íslands þar stærst. Saga listfræðinnar innan íslensks háskólasamfélags er aðeins tíu ára, en með vaxandi þátttöku háskólasamfélagsins og væntanlegri fjölgun listfræðinga menntaðra í íslenskri listasögu, má gera ráð fyrir auknum rannsóknum á íslenskri listasögu. Efla þarf aðgengi að heimildum með því að sameina safneignir listasafnanna í miðlægan gagnagrunn og opna aðgang að honum fyrir almenning á Netinu.

Accepted: 
  • May 10, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14998


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MLIS-SSF-2013.pdf1.22 MBLocked Until...2023/07/01HeildartextiPDF