is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14999

Titill: 
 • Með blikk í auga, bros á vör. Rannsókn á því hvort blikk marka skil í íslenska táknmálinu.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um hegðun augna í íslenska táknmálinu sem er eitt margra látbrigða sem gegna málfræðilegu hlutverki í táknmálum. Sérstök árhersla er lögð á blikk augna en blikk er aðeins lítill hluti þeirrar málfræði sem felst í augum.
  Í fræðilegri umfjöllun er gerð grein fyrir málfræðilegu hlutverki augna í ólíkum táknmálum með tilliti til hinna ýmsu hlutverka. Lögð er áhersla á blikk og fjallað um kenningar sem settar hafa verið fram á erlendum táknmálum í þeim efnum.
  Rannsóknin leitast við að svara því hvort blikk marka skil í íslenska táknmálinu, sem samsvarar því að draga að sér andann í raddmálum og heyrist í hljómfalli eða með áherslum. Í rituðu máli koma skil fram sem kommur, punktar og greinaskil. Niðurstöður rannsóknarinnar eru bornar saman við niðurstöður hliðstæðra erlendra rannsókna. Jafnframt er leitast við að svara hvort tiltekin látbrigði standi frekar með blikkum sem marka skil en önnur.
  Stuðst er við þrjár sögur á íslensku táknmáli sem til eru á myndböndum á vegum Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra og Háskóla Íslands. Þær eru taldar gefa ágæta mynd af málfræðilegu hlutverki blikka þar sem aðstæður við upptökur þeirra eru gjörólíkar og mismikill undirbúningur liggur að baki hverju myndbandi.
  Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á íslenska táknmálinu. Helstu niðurstöður eru að meðal annarra látbrigða í íslensku táknmáli gegni blikk lykilhlutverki í því að marka skil. Það er í samræmi við niðurstöður Herrmann (2010) á þýska táknmálinu (DGS) og Foote (2012) á breska táknmálinu (BSL) og kenningum þeirra um málfræðilegt hlutverk blikka.
  Fljótt kemur í ljós að blikk hafa það hlutverk að marka skil í íslenska táknmálinu og eru jafnframt áreiðanlegasta látbrigðið til þess að marka skil. Ýmis látbrigði má greina samtímis blikki sem marka skil en það sem er algengast í rannsókn þessari er að táknari dragi úr hraða táknmálsins fyrir blikk sem marka skil. Eftir að hafa hægt á hraðanum er síðasta tákni, eða staf ef um fingrastöfun er að ræða, haldið lengur en öðrum táknum.
  Sú staðreynd að niðurstöðum þessarar rannsóknar ber saman við sambærilegar
  rannsóknir á erlendum táknmálum gefur ástæðu til að rannsaka íslenska táknmálið og fjölbreytta málfræði þess enn frekar.

Samþykkt: 
 • 10.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14999


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Test.pdf979.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna