en English is Íslenska

Thesis (Undergraduate diploma)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15001

Title: 
  • Title is in Icelandic Uppsetning á TREC og KREC greiningarprófum til greiningar á meðfæddum ónæmisgöllum
Degree: 
  • Undergraduate diploma
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    T- og B-frumur sérhæfða ónæmiskerfisins gegna mikilvægu hlutverki í frumubundnu og vessabundnu ónæmi. Þær eru komnar af eitilfrumuforvera í beinmerg. T-frumur þroskast í týmus og B-frumur í beinmerg. Í þroskaferli þeirra mynda þær vakasértæka frumuviðtaka, T-frumu viðtaka (TCR) og B-frumu viðtaka (BCR). Genaendurröðun gena sem tjá fyrir TCR og BCR ræður samsetningu viðtakans og veldur því að mikill fjölbreytileiki skapast á milli viðtaka svo einstaklingur þróar með sér nægilega breytilegan hóp til að takast á við hvaða vaka sem er. Í genaendurröðun er DNA strengurinn klipptur í sundur og splæst saman aftur þannig að valin gen splæsist saman. Það sem er á milli þessara gena er klippt út úr strengnum og myndar DNA afurð. Í genaendurröðun fyrir TCR og BCR verður þessi DNA afurð hringlaga og verður þannig varin gegn DNA niðurbrotsensímum. DNA afurðin úr TCR genaendurröðuninni nefnist TREC (T cell receptor excision circle) og KREC (kappa-deleting recombination excision circle) úr BCR. TREC og KREC er einstakt fyrir nýmyndaðar óreyndar T- og B-frumur. Sýnt hefur verið fram á að hægt er að mæla magn TREC og KREC í blóði einstaklinga með kjarnsýrumögnun (PCR) til að greina fjölda nýmyndaðra óreyndra T- og B-frumna. Þannig er hægt að greina hvort að einstaklingur hafi of fáar T- og/eða B-frumur vegna T- eða B-frumu ónæmisgalla. Meðfæddir ónæmisgallar (MÓG) eru yfirleitt arfgengir genagallar sem valda ýmist göllum í sérhæfða eða ósérhæfða ónæmiskerfinu og eru misalvarlegir. Í dag eru þekktir um 250 meðfæddir ónæmisgallar. Nýburar með MÓG líta eðlilega út við fæðingu og því eru MÓG oftast ekki greindir fyrr en einstaklingur verður fyrir alvarlegum og endurteknum sýkingum og afleiðingum þeirra. Sem dæmi um alvarlega MÓG má nefna SCID (severe combined immunodeficiency) og DiGeorge heilkenni. Kjarnsýrumögnunaraðferðin sem sett er upp í þessu verkefni hefur verið innleidd í nokkrum löndum og ríkjum erlendis sem nýburaskimunaraðferð gegn meðfæddum T- og B-frumu ónæmisgöllum. Aðferðin byggist á því að greina magn TREC og KREC í nýburum og er fyrirhuguð viðbót við nýburaskimun á Íslandi.

Accepted: 
  • May 10, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15001


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Anna Margrét Kristinsdóttir Diplómaritgerð.pdf1.71 MBOpenHeildartextiPDFView/Open