is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15009

Titill: 
 • „Orðstír deyr aldregi.“ Uppskrift að íslenskum minningargreinum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um íslenskar minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu. Unnið er með þrjár rannsóknarspurningar: Hvernig eru íslenskar minningargreinar? Er hægt að finna frásagnarformúlu sem lýsir þeim? Hvað er sagt um líf hins látna í
  minningargreinum, með öðrum orðum, hverskonar ævisögur birtast í þeim? Í ritgerðinni verður reynt að svara þessum spurningum. Skoðaðar eru 453 minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu á tveggja vikna tímabili í janúar 2013 (3.1.–7.1. og 25.1.–31.1.). Fræðilega er þessi ritgerð byggð á hugmyndum Vladimir Propp og Shlomith Rimmon-Kenan í anda strúktúralisma.
  Í ljós kemur að flestar af minningargreinunum (70%) eru svo kallaðar
  hefðbundnar minningargreinar. Í þeim er talað um líf hins látna og sameiginlega fortíð hans og höfundar. Höfundur sendir ættingjum samúðarkveðjur og talar um hinn látna í þriðju persónu. Afgangurinn af minningargreinunum eru svo kölluð sendibréf en þau eru persónulegri og skrifuð af meiri tilfinningasemi. Sendibréfin eru skrifuð til hins látna í annarri persónu. Rannsóknin leiðir í ljós að þessar tvær gerðir minningargreina eru byrjaðar að blandast saman.
  Í ritgerðinni eru kynntar tvær frásagnarformúlur sem lýsa hvorum minningargreinaflokknum fyrir sig. Báðar gerðirnar innihalda nokkra sameiginlega
  frásagnarliði, meðal annars ævisögur sem lýsa því hvað hinn látni hefur gert í lífinu. Í ljós kemur að það er hægt að finna að minnsta kosti tvennskonar ævisögur; annars vegar svipmyndir, þ.e. nákvæmar lýsingar á minningum höfundar um sameiginlega fortíð sína og hins látna og á hinn bóginn æviágrip sem fjalla um atburði á lengri tíma. Svipmyndir eru algengari í sendibréfum á meðan æviágrip eru algengari í hefðbundnum minningargreinum. Sendibréf eru oftast skrifuð af börnum og barnabörnum hins látna. Höfundar hefðbundinna minningargreina eru oftast vinir eða fjarlægari ættingjar.

Samþykkt: 
 • 10.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15009


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerd_Satu Ramo_Minningargreinar final.pdf420.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna