is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15010

Titill: 
 • „Ástandið“ í fjölmiðlum. Umfjöllun fjölmiðla um íslenskar konur og erlendan her
 • Titill er á ensku The "Situation" in the Media. Media Coverage of Icelandic Women and the Occupying army
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar var að rannsaka fjölmiðlaumfjöllun um íslenskar stúlkur og samband þeirra við erlenda hermenn á tímum hernámsins í Reykjavík. Sagnfræðingar hafa bent á að umfjöllun um þær stúlkur sem áttu samneyti við hermenn, „ástandsstúlkur”, hafi verið einsleit og skrifuð út frá karllægum sjónarmiðum. Fjallað hafi verið um „ástandið” á þeim nótum að um vandamál hafi verið að ræða, sem þyrfti að leysa, jafnvel með valdbeitingu eða ríkisafskiptum. Fræðileg rannsókn á fjölmiðlaumfjöllun um málefnið á þessum tíma hefur þó ekki áður verið gerð. Markmið mitt var að kanna hvort staðhæfingar þess efnis að hallað hafi á konur í umfjöllun fjölmiðla eigi við rök að styðjast og þá með hvaða hætti.
  Megindleg rannsókn var gerð á öllu efni ákveðinna dagblaða sem fjölluðu á einhvern hátt um „ástandið“ á fyrirfram gefnu tímabili árin 1940 og 1941. Við flokkun efnis var miðað við tegund fjölmiðlaefnis, áherslu á samskipti kvenna við hermenn og hlutverk kvenna, það er hvort rætt var við konur eða vitnað beint í orð þeirra, vitnað óbeint í orð kvenna eða fjallað um konur án þess að vitna í orð þeirra. Lagt var mat á hvort umfjöllun taldist neikvæð, jákvæð, blönduð eða hlutlaus, og í því samhengi sérstaklega skoðað hvort notuð væru gildishlaðin orð og hvort tekin væri afgerandi afstaða.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fjölmiðlar hafi ekki gætt hlutlægni og sanngirni í umfjöllun um „ástandsstúlkur”, heldur hafi ríkjandi kynjakerfi og pólitísk sjónarmið ráðið birtingarmyndinni. Með því að taka afstöðu í umfjöllun sinni og setja málið á dagskrá sem þjóðfélagsmein sem bregðast þyrfti við, hafi fjölmiðlar haft mótandi áhrif á skoðanir og viðhorf almennings, sem jafnvel eimir eftir af enn í dag.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this thesis is to study media coverage of Icelandic women and their relationship with the foreign occupying army during world war two in Iceland. Historians have noted that media coverage of the so called „situation“, which is a term used to describe relations between local women and foreign soldiers, was monotone and masculine and that the „situation“ was depicted as a problem that had to be solved, even by the use of force or governmental power. A formal academic study had thus to be performed. The purpose of this study is to find out wether these statements are correct.
  A quantitative research was performed on the media coverage of the „situation“ in chosen newspapers during a certain time-period in 1940 and 1941. Media coverage was categorized based on their type of content, by their emphasis on the subject, and women ́s role in the coverage, i.e. if a woman ́s point of view was given, directly or indirectly, or if women were discussed but not quoted. Coverage was also categorized by if it could be considered negative, positive, mixed or neutral, and in that context if the writer ́s point of view was evident.
  The results suggest that the media did not obtain objectivity in their coverage of the „situation“-girls, and the coverage was controlled by the existing patriarchy and political advantage point. By setting the agenda of the „situation“ as a social problem that needed solving, the media affected the public ́s views and opinions, to the degree that can be detected to this day.

Samþykkt: 
 • 10.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_snidmat-Alma.pdf761.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna