is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15013

Titill: 
 • Örvhentir á Íslandi. Um viðhorfsbreytingar til örvhentra á 20. öld
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um hvernig viðhorf til örvhentra á Íslandi á 20. öld hafa breyst í tímans rás, frá viðhorfi þess að örvhendi væri hægt að venja íslensk börn af á fyrri hluta aldarinnar og
  að því að örvhentir fengu óáreittir að nota vinstri höndina í stað þeirrar hægri, með tilkomu nýrra viðhorfa um uppeldi og meðferð barna eftir miðbik aldarinnar.
  Fyrst verður fjallað um viðhorf til örvhentra og þróun á því í íslenskum fjölmiðlum, sem birtust í íslenskum tímaritum á 20. öldinni, hvernig viðhorfið til örvhentra breyttist úr því að örvhendi var ekki viðurkennt yfir í það að verða viðurkennt á Íslandi.
  Næsti kafli fjallar um viðhorf í íslenskum tímaritum og dagblöðum gagnvart erlendum rannsóknum um örvhendi og orsakir þess. Að auki eru kynnt viðhorf til örvhentra í erlendum ritum sem gefin hafa verið út og fjalla um örvhendi.
  Því næst er að finna umfjöllun um viðhorf til örvhentra innan íslenska skólakerfisins
  á 20. öld. Seinast verður vikið að viðhorfum tíu örvhentra einstaklinga af báðum kynjum til
  sérkennis síns og þeir spurðir út í sérkennið og fylgifiska þess.

Samþykkt: 
 • 10.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15013


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HólmfríðurMagnúsdóttir, BA ritgerð.pdf641.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna