is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15014

Titill: 
  • Pósthúmanismi Donnu Haraway. Hvernig er kenning Haraway um sæborgina pósthúmanísk kenningasmíð?
Skilað: 
  • Maí 2013
Útdráttur: 
  • Er mannvera með gervifætur manneskja í hefðbundnum skilningi miðað við mörk mannlegrar getu eða vélmenni sem getur jafnvel hlaupið hraðar en maður með náttúrulega fætur? Í ritgerðinni er fjallað um pósthúmanisma bandaríska hugsuðarins Donnu Haraway. Kenningu Haraway um sæborgina verður gerð ítarleg skil en sæborgin er vélræn lífvera sem er samsuða lífrænna og ólífrænna þátta, til dæmis líkama og tækja. Kenningin elur af sér nútímalegan skilning á manninum sem tekur mið af þróun tækni og eykur þar með skilning á kúgandi og mögulegum frelsandi þáttum lífvalds. Tilkoma og áhrif sæborgar verður gerð skil í sögulegu ljósi, sem á rætur sínar að rekja til tvíhyggjukenninga Aristótelesar. Viðteknar tvíhyggju-hugmyndir húmanisma um skarpa aðgreiningu menningar og náttúru, manna og dýra, eru fallvaltar og í framhaldi af því hafa þróast mismunandi skilgreiningar á pósthúmanisma. Hið pósthúmaníska ástand sem hér á við verður skýrt rækilega en allar breytingar á mannskilningi kalla á siðfræðilegt endurmat á gerendahæfni siðaverunnar. Leitað verður svara við því hvort tæknileg stýring hafi grafið undan gerendahæfni og sjálfræði á þann hátt að ekki sé lengur hægt að tala um að menn sem eru á valdi alls konar kerfa séu sjálfráða siðaverur. Finna verður siðferðilegan áttavita til að marka manninum leið á tímum lífvalds, það er þegar pólítík og hagkerfi ganga að drjúgu leyti út að að setja skilyrði um tilvist manna sem lífvera. Að endingu verður staða sæborgar könnuð í ljósi lífvalds- og frelsishugmynda samtímans. Ef frelsið er of háð reglugerð samfélagsins og stýringu þess er hætta á því að það sé ranglega nýtt sem kúgunartæki. Sæborgin er kjörin til þess að líta aðstæður í nýju ljósi, gagnrýna og gera uppreisn gegn viðteknum hugmyndum um hvað eina sem lýtur að manninum. Í afar stuttu máli má túlka sæborg á þá leið að framtíð mannsins liggi í tæknilega breyttum líkama sæborgarinnar, þessa raunverulega listaverks.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15014


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
þóra s. gerð til að skila 10.5.2013.pdf370.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna