is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15027

Titill: 
  • Saga trúboðs mormóna á Íslandi 1851-1913: Andstaða og árangur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Trúboð mormónsku kirkjunnar barst til Íslands árið 1851 frá Danmörku. Það kom með þremur íslenskum mönnum sem höfðu tekið trúskiptum ytra. Þeir voru sendir til Íslands til þess að boða trúna en strax frá fyrsta degi mætti þeim mikil andstaða. Menn lúthersku kirkjunnar settu stein í götu mormóna en þrátt fyrir það tókst þeim að snúa nokkrum Íslendingum til mormónstrúar á þessum fyrstu árum trúboðsins. Yfirvöld á Íslandi voru fyrst um sinn frekar afslöppuð gagnvart trúboðunum en það átti eftir að breytast. Flutningar íslenskra mormóna vestur um haf, til Utah í Bandaríkjunum, markar af sumu leyti upphaf Vesturheimsferða Íslendinga en alls fluttust 412 Íslendingar á árunum 1853-1913 til Utah. Eftir að trúfrelsi varð að lögum á Íslandi, með stjórnarskránni árið 1874, settu mormónar mikinn kraft í trúboð á Íslandi og mætti það enn meiri andstöðu en upphaflega trúboðið árið 1851. Nú voru það ekki aðeins yfirvöld sem reyndu, með öllum tiltækum ráðum, að koma mormónunum burt úr landi heldur einnig setti almenningur sig gegn þeim, annaðhvort með skrifum í dagblöð eða áreiti á götu úti. Andstaðan náði hámarki árið 1901 þegar mormónar voru grýttir á opinberum fundi, þrátt fyrir að trúfrelsi nyti við á Íslandi. Trúboð Mormóna á Ísland deyr út árið 1913 en áður en það gerðist var farið að bóla á jákvæðni í garð þeirra meðal landsmanna. Það má útskýra með upplýstara samfélagi og hugmyndunum um einstaklingsfrelsið.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15027


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Siguroli BA ritgerd final mormonar.pdf674.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna