is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15030

Titill: 
  • Titill er á spænsku La diversidad cultural del Distrito Federal. “Nacos” y “Fresas”: Choque de dos mundos
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þeirrar rannsóknar sem hér er sagt frá og unnin er til fullnustu B.A. gráðu við Háskóla Íslands snýr að skoðun á menningarbræðingi stórborga samtímans. Sérstökum sjónum er beint að höfuðborg Mexíkó og stuðst við þrjár nýlegar kvikmyndir og þær nýttar sem eins konar spegilmyndir borgarinnar. Myndirnar veita innsýn í líf íbúa Mexíkóborgar af mismunandi stéttum og varpa ljósi á samskipti þeirra innbyrðis.
    Fyrsta kvikmyndin sem um ræðir er Amores Perros (2000) en þar tvinnast líf þriggja einstaklinga saman þegar bílslys verður og breytir lífi hvers og eins þeirra. Octavio er ungur maður af lægri miðstétt sem er ástfanginn af mágkonu sinni Susönu og á meðan hann dreymir um að hlaupast á brott með henni, aflar hann sér tekna með hundaati. Önnur sögupersóna myndarinnar er Valeria, kona af efri miðstétt sem vinnur sem fyrirsæta. Hún er að hefja nýtt líf með Daniel sem hefur yfirgefið konu sína og börn fyrir Valeriu. Þriðja sögupersóna myndarinnar er El Chivo sem hefur kosið sér líf sem útigangsmaður til að forðast fortíð sína. Önnur kvikmyndin sem greind verður er Y tú mamá también (2001) en hún fjallar um tvo unglingsstráka og bestu vini, þá Julio sem er af lægri miðstétt og Tenoch sem er af efri stétt. Að loknu framhaldsskólaprófi halda þeir saman í ferðalag ásamt Luisu, spænskri konu frænda Tenoch. Á þessu ferðalagi kynnast þeir ýmsum hliðum lífsins sem þá óraði ekki fyrir. Við endurkomu til borgarinnar skiljast svo leiðir. Þriðja kvikmyndin sem stuðst er við er Amarte duele (2002). Myndin segir sögu unglinganna Renötu og Ulises. Renata er af efri stétt og Ulises er sonur götusölumanns og því af lægri stétt. Þau fella hugi saman en fjölskyldur þeirra og samfélagið sem þau hrærast í samþykkja ekki ást þeirra og fordæmir hana jafnvel. Ríkjandi staðalímyndir um stéttaskiptingu og mismunun verða greindar sem og merking hugtaka sem þeim tengjast. Stuðst verður við fræðigreinar Maritzu Urteaga Castro Pozo og Enedinu Ortega: “Identidades en Disputa, Fresas, Wannabes, Pandros, Alternos y Nacos“ (2004) og “Especialidades juveniles: Usos, Apropiaciones y Percepciones del Espacio Urbano y Contemporáneo” (2005), ásamt fleira efni sem tengist umræðu um kvikmyndir og stéttaskiptingu í Mexíkósku samfélagi. Spurt er hvernig þjóðfélagsstaða markar samskipti ungs fólks í kvikmyndum samtímans.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15030


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. ritgerð - Iðunn Edda Ólafsdóttir.pdf390,9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna