is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15032

Titill: 
  • Á fallanda fæti. Saga byggðar á Eyrarbakka 1889-1939
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íbúum sjö af átta stærstu þéttbýlisstöðum landsins árið 1889 fjölgaði í takt við almenna íbúaþróun fram til ársins 1939. Þorpið Eyrarbakki skar sig úr í þeirra hópi en þar bjuggu færri árið 1939 en í upphafi tímabilsins. Markmið þessarar ritgerðar er að leita skýringa á því annars vegar hvers vegna fjölgun íbúa þar var hægari frá aldamótum fram til 1920 og hins vegar á þeirri fólksfækkun sem þá tók við. Þorpið byggðist að stærstum hluta upp af landlausu tómthúsfólki, sem leitaði gjarnan atvinnu burt úr þorpinu hluta ársins. Helsta atvinnan í þorpinu var við verslanirnar en einnig var nokkur sjósókn frá Eyrarbakka. Hreppurinn lagðist í landakaup til að gera tómthúsfólki kleift að halda nokkrar skeppnur og draga úr þörf þess á að sækja vinnu burt úr kauptúninu. Mikilvægi staðarins sem verslunarstaðar dróst saman eftir því sem tíminn leið og var verslunin bundin við þorpið sjálft frá 1926. Útgerð var allnokkur fyrstu árin en alltaf minni en í nálægum verstöðvum og dróst saman þegar á tímabilið leið. Helstu niðurstöður eru þær að hægan vöxt megi skýra með vexti þéttbýlis á Stokkseyri, hnignun útgerðar frá Eyrarbakka og vexti Vestmannaeyja sem útgerðarbæjar. Hagvaxtarskeiði þriðja áratugarins fylgdi nútímavæðing og fráhvarf frá gamla atvinnuskipulaginu með verferðum og vistráðningum í bland við árstíðabundið atvinnuleysi. Með hruni verslunar á Eyrarbakka og aðstöðuleysi og máttleysi til útgerðaruppbyggingar var viðspyrna samfélagsins lítil þegar birta tók yfir efnahaginum í upphafi þriðja áratugarins. Þetta er meginskýring fólksfækkunarinnar upp úr 1920. Val íbúanna stóð enda milli þess að vera kyrr á Eyrarbakka og búa áfram við gamla atvinnuskipulagið, og ef til vill nokkurn búskap í bland, eða flytja og freista gæfunnar annars staðar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15032


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Á_fallanda_fæti._Saga_byggðar_á_Eyrarbakka_1889-1939.pdf439.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna