is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15033

Titill: 
  • Íslenskuþorpið og tileinkun íslensku sem annars máls
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Máltileinkun hefur verið málefni ýmissa rannsókna síðan u.þ.b. árið 1950 og fræðimenn reyna sífellt að skilja þetta flókna ferli. Dýpri skilningur máltileinkunar gagnast við að bæta tungumálanám og auðveldar nemum að auka færni í tungumálinu sem þeir læra. Samkvæmt félags- og menningarkenningunni eru samskipti fólks ómissandi fyrir tileinkun tungumáls. Í daglegu umhverfi í samfélaginu finnast góð tækifæri til að læra tungumál, aðstæður máltileinkunar annars máls eru allsráðandi í samskiptum fólks. Hugmyndin að samþætta kennslustofu og tækifærin, sem fyrirfinnast úti í samfélaginu til að læra tungumál, er útfærð í Íslenskuþorpinu, sem hefur verið notað í fimm námskeiðum við Háskóla Íslands. Í ritgerð þessari er gildi Íslenskuþorpsins í tileinkun íslensku sem annars máls skoðað. Efnið er nálgast út frá sjónarhorni nemenda til Íslenskuþorpsins. Fræðilegur bakgrunnur Íslenskuþorpsins er kynntur þar sem félags- og menningarkenningin er þungmiðjan í mótun þess. Sjónum er beint að því hvernig Íslenskuþorpið var stofnað og hvað auðkennir það. Með könnunum, sem voru lagðar fyrir nemendur, er aflað gagna um gildi Íslenskuþorpsins og gerð er grein fyrir viðhorfi nemenda til þess. Skoðað er hvort Íslenskuþorpið hafi verið gagnlegt til að byggja upp og þjálfa færniþætti tungumálsins og hverjir hafi verið helstu kostir þorpsins við máltileinkun.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð.EDP.pdf659.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna