is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15034

Titill: 
  • „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið.“ Órar og aldarhvörf í Eyes Wide Shut
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er kvikmyndin Eyes Wide Shut (1999) eftir leikstjórann Stanley Kubrick, borin saman við nóvelluna sem hún er gerð eftir, Traumnovelle (1926) sem er skrifuð af Arthur Schnitzler. Kvikmyndin var síðasta verk leikstjórans og kannar hinar ýmsu kenndir mannhugans og rannsakar valdabaráttu andans milli eðlishvata og siðferðiskennda. Fyrst er bakland nóvellunnar skoðað, en hún er skrifuð á árdögum módernismans í Vínarborg og tilheyrir bókmenntum aldarhvarfanna. Það er mikilvægt að kynna sér stefnur og strauma aldarhvarfanna í Vín til að geta skilið aðlögun Kubrick til hlítar, en kjarni þeirra og and-natúralískir straumar skila sér að miklu leyti í kvikmyndaverkið. Í kjölfarið er kvikmyndin krufin og hugarheimur kvikmyndapersónanna er greindur með hjálp fræða Lacan um sálgreiningu, aðallega í gegnum skrif Slavoj Zizek. Skoðað er hvernig samfélagslegur veruleiki aldarhvarfanna í Vín endar í huglægu stríði hjóna í New York nútímans. Í grunninn erum við að kynnast því hvernig tvö öfl sem stjórna hegðun mannsins að flestu leyti, annarsvegar gildi og viðmið samfélagsins og hinsvegar hvatirnar sem ríma ekki endilega við regluverk samfélagsins, etja kappi hvort við annað í huga aðalpersónu kvikmyndarinnar. Þessi tvö öfl birtast í líki persóna, stétta og í formi drauma. Að lokum verður skoðað hvernig staðið var að aðlögun nóvellunnar yfir á hvíta tjaldið, en í mörg horn er að líta þar sem hinn dimmi söguheimur aldarhvarfa nútímans er ekki allur þar sem hann er séður.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_SKK_final.pdf642.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna