is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15037

Titill: 
  • Tónlist og tungumál: Samanburður, sameiginleg hugræn ferli og tengsl
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í almennum málvísindum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í henni er fjallað um tengsl á milli skynjunar tónlistar og tungumáls á hugrænan hátt. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar eru tónlist og tungumál borin saman sem kerfi sem byggjast á hljóðrænum þáttum. Skoðaðir eru þeir þættir sem notaðir eru við myndun tóna og málhljóða. Skynjun tónlistar og tungumáls virðist vera háð þeim hæfileika að geta flokkað mörg hljóðatilbrigði í fasta hugarflokka og skynja þau sem sama hljóðið. Kenning Krumhansl (1990) um tölfræðilega tileinkun virðist hjálpa við þessa flokkun.
    Í öðrum hluta ritgerðarinnar er flokkamiðuð skynjun skoðuð sem almennt hugrænt ferli sem er notað bæði við skynjun tónlistar og tungumáls. Ýmsar rannsóknir eru skoðaðar sem benda til þess að mannsheilinn flokki og skynji tóna og málhljóða með hjálp flokkamiðaðrar skynjunar. Einnig er skoðað hvort tónlistarnám eða -reynsla hafi áhrif á tungumál. Rannsóknir sem athugað hafa áhrif tónlistar á máltöku, hljóðkerfisvitund, lestur og lesblindu benda til þess að tónlistarreynsla og tónlistarnám geti örvað alla þessa þætti tungumálsins. Skýringar innan á þessu virðast vera að leita í gagnaugablaðinu og margt bendir til þess að skynjun bæði tónlistar og tungumáls fari fram á sama vitsmunasviði og svæði í mannsheilanum.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar er kynnt rannsókn sem gerð var á vormánuðum 2013. Kannaðir voru hæfileikar einstaklinga sem hafa stundað tónlistarnám og hafa reynslu af því að spila á hljóðfæri og þeirra sem hafa litla eða enga reynslu af tónlist til að greina mun á milli ýmissa atriða í tónlist og tveggja hljóðana í hindí. Niðurstöðurnar benda til þess að tónlistarmönnum og þeim sem hafa mikla tónlistarreynslu gangi betur við greiningu tónlistar og erlendra hljóðana en þeim sem ekki hafa slíka reynslu.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15037


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerð-Taylor Selsback.pdf651.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna