en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/15040

Title: 
  • Title is in Icelandic Konur, kristni og velferð. Kristin áhrif á upphaf velferðarmála á Íslandi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Á árunum 1870-1914 varð mikil vakning á Íslandi á sviði velferðarmála. Þessi málaflokkur hafði setið á hakanum og honum ekki sinnt af mikilli festu af ráðamönnum á Íslandi. Árið 1875 stofnuðu nokkrar ungar konur í Reykjavík Thorvaldsensfélagið, sem skyldi sinna velferðarmálum að bestu getu. Mörg félög, t.d. Hvítabandið og Góðtemplararnir, fylgdu í kjölfarið á Thorvaldsensfélaginu og unnu einnig mikið og gott starf á sviði velferðar- og líknarmála. Mörg þessara félaga unnu á kristnum grundvelli þó svo að samstarf þeirra við hina íslensku kirkju hafi verið lítið sem ekkert. Þáttur íslensku kirkjunnar í velferðarmálum var hvorki mikill né skipulagður á Íslandi en því var öfugt farið á Norðurlöndunum. Aðallega voru það veraldleg öfl sem sáu um velferðarmálin, hrepparnir sáu í upphafi um þau mál og hefur þáttur kirkjunnar í velferðarmálum verið mun minni á Íslandi en á Norðurlöndunum. Konur léku stórt hlutverk í uppbyggingu velferðarríkisins á Íslandi og voru það mest megnis konur sem sinntu velferðarmálum með tilkomu áðurnefndra félaga. Þau félög sem um ræðir voru undanfari kvenréttindabaráttu á Íslandi og sýndu konum fram á að þær gætu komið nálægt skipulagningu íslensks þjóðfélags. Víða voru stofnuð kvenfélög og síðar félög sem byggðu á kristnum grundvelli og skyldy sinna velferðarmálum að bestu getu. Íslenska velferðarríkið tók miklum breytingum á árunum sem kallaður er Vesturferðatíminn og lagði grundvöllinn að velferðarkerfi nútímans.

Accepted: 
  • May 10, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15040


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-Final Bjarni Jonasson Nr. 3.pdf578,79 kBOpenHeildartextiPDFView/Open