en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15043

Title: 
 • Title is in Icelandic Höfuðvígi karlmennskunnar: Viðhorf Knattspyrnusambands Ísands og íslenskra fjölmiðla til kvennaknattspyrnu á Íslandi 1970-2007
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Fyrsti opinberi kvennaknattspyrnuleikurinn var spilaður hér á landi árið 1970 og árið 1981 var svo íslenska kvennalandsliðið stofnað. Frá upphafi hefur kvennaknattspyrnan þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum og því að njóta sömu virðingar og karlaknattspyrna. Saga kvennaknattspyrnunnar á Íslandi er því eins konar baráttusaga. Knattspyrnukonur hafa mætt ýmiss konar fordómum og misrétti í gegnum tíðina og Knattspyrnusamband Íslands, sem og aðildarfélög þess, eru enn mikil karlaveldi og áhersla þeirra að mestu leyti á karlaknattspyrnu.
  Í þessari ritgerð eru viðhorf Knattspyrnusambands Íslands til kvennaknattspyrnu rannsökuð, og þá sérstaklega formanna KSÍ. Einnig er fjallað um mikilvægi fjölmiðla og þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á umfjöllun fjölmiðla um konur og íþróttir. Ásamt því var gerð orðræðugreining á íslenskum dagblöðum og skoðað hvernig viðhorf til kvennaknattspyrnu endurspeglast í þeim. Tímabilið sem um ræðir er frá fyrsta opinbera kvennaknattspyrnuleiknum 1970, til ársins 2007 þegar nýr formaður tók til starfa hjá Knattspyrnusambandi Íslands og gegndi sá aðili enn formennsku þegar þessi rannsókn var gerð.
  Við lok rannsóknartímabilsins er hafin sú mikla uppsveifla og velgengni sem hefur einkennt kvennalandsliðið síðustu ár. Þrátt fyrir að velgengin sé mun meiri en hjá karlalandsliðinu er kvennaknattspyrnu samt enn ekki sýnd sama virðing og karlaknattspyrnunni. Þó að umræðan um kvennaknattspyrnu sé í gegnum tíðina jákvæð bæði í fjölmiðlum og hjá forsvarsmönnum KSÍ, endurspeglast jákvætt viðhorf ekki í stuðningi við greinina þegar að kemur að fjármagni, skipulagi og aðstöðu. Áhorfstölur og sterkari hefð fyrir karlaknattspyrnu eru þau rök sem eru öðrum fremur notuð til að réttlæta mismunandi stöðu, umfjöllun um og fjárframlög til kvenna- og karlaknattspyrnu.

Accepted: 
 • May 10, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15043


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Oddur Sigurjónsson - BA-ritgerð.pdf610.68 kBOpenHeildartextiPDFView/Open