is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15044

Titill: 
  • „Sá er ég kyssi, hann er það.“ Notkun á ímynd Jóns Sigurðssonar í tengslum við hlutleysisstefnuna 1949-1951
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um það hvernig ímynd Jóns Sigurðssonar var notuð í tengslum við hlutleysisstefnuna frá 1949-1951. Fyrst verða hernaðarsamskipti Íslendinga við Bandaríkin og Bretland rakin frá upphafi seinni heimsstyrjaldar og til loka hennar með sérstakri áherslu á varnir landsins og viðbrögð Íslendinga við erlendri hersetu. Að stríðinu loknu hófst svo alþjóðasamvinna vestrænna ríkja sem Íslendingar tóku virkan þátt í. Skoðað verður hvernig slík samvinna fór af stað og hvers vegna ráðamenn þjóðarinnar töldu nauðsynlegt að Íslendingar tækju þátt í slíku samstarfi. Þá verður litið á hvernig slíkt samstarf fór saman við hugmyndir manna um hlutleysi landsins. Verður þar einna helst litið á inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið árið 1949 og gerð varnarsamningsins tveimur árum síðar sem vakti mikla reiði meðal hlutleysissinna. Að því loknu verður varpað ljósi á söguskoðun landsmanna á þessum tíma og það hvernig þjóðinni var sköpuð glæst fortíð fyrir gerð Gamla sáttmála þegar Ísland hafði fullveldi og þá þýðingu sem fullveldið hafði fyrir þjóðina. Verður sú umræða þá tengd Jóni Sigurðssyni og þeirri táknrænu merkingu sem ímynd hans hafði. Þá verður fjallað um hlutleysi landsins sem íslensk stjórnvöld lýstu yfir árið 1918, stöðu hlutleysisins á Íslandi og hvernig það fór saman við varnarsamvinnuna. Harðar deilur spruttu upp meðal stuðningsmanna og andstæðinga hlutleysis varðandi samvinnuna og til að rökstyðja sína hlið á hlutleysinu notuðu báðar þessar fylkingar Jón Sigurðsson og tengdu hann, minningu hans og ímynd sínum málstað. Að lokum verður skoðað hvernig vísað var til Jóns í tengslum við hlutleysisstefnuna, hvers vegna það var gert og hvað merkingu það hafði.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15044


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sá er ég kyssi, hann er það. LOKA.pdf350.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna