is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15050

Titill: 
  • „Þá bara hætti ég, ég hef ekkert aðra leið“ : fjölgreinabraut í Menntaskólanum á Egilsstöðum
Útgáfa: 
  • Júní 2013
Útdráttur: 
  • Hér birtist önnur greinin úr röð greina frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Í greinaröðinni taka höfundar saman og lýsa úrræðum og þjónustu við nemendur með sérþarfir; sérstaklega nemendur með ADHD, sértæka námserfiðleika auk sálfélagslegra vandkvæða. Um þessar mundir stendur yfir vinna við nýja skólanámskrá á grundvelli laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 og höfundum finnst mikilvægt að líta yfir það sem gert hefur verið undanfarin ár til að þróa enn frekar þjónustu við nemendur með fjölþætta erfiðleika. Menntaskólinn á Egilsstöðum er bóknámsskóli sem leggur sig fram við að mæta þörfum fjölbreytts nemendahóps eins og sjá má af námsframboði skólans. Auk hefðbundinna stúdentsbrauta er boðið upp á framhaldsskólabraut og starfsbraut fyrir fatlaða. Ennfremur eru í boði ýmsar stuttar starfsnámsbrautir kenndar í fjarnámi í samvinnu við aðra skóla. Í rúman áratug, eða frá því að almenn braut var sett á laggirnar árið 2001, hefur verið unnið markvisst að ýmsum þróunarverkefnum í skólanum. Sérstök nemendaþjónusta heldur utan um stuðningsúrræði og þróun þeirra. Tilraunaverkefni með heimanámsaðstoð2 leiddi til þess að frá 2005 hefur sérstakur áfangi eða námsver verið í boði fyrir nemendur á almennri braut, nú framhaldsskólabraut; nemendur með ADHD eða aðra sértæka námserfiðleika. Þar er kennd námstækni og nemendur fá aðstoð við heimanám. Annað tilraunaverkefni fólst í að þróa svokallaða fjölgreinabraut sem tilbrigði við almenna braut. Sú braut var reynd í tvö ár en rann aftur saman við almenna braut. Eftir það var unnið með kennurum á almennri braut að tilraunaverkefni sem fólst í því að styrkja trú nemenda á eigin getu með kenningar Alberts Bandura3 um trú á eigin getu (e. self-efficacy) að leiðarljósi. Í þessari grein er fjallað um tilraun höfunda með fjölgreinabraut skólaárið 2007–2008.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15050


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þá bara hætti ég.pdf266.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna