en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15053

Title: 
  • Title is in Icelandic Skörun listgreina. Um ekfrasis eða myndlýsingar í bókmenntum
Submitted: 
  • May 2013
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Myndlýsing eða ekfrasis er bókmenntalegt stílbragð sem er notað til þess að lýsa hlut eða fyrirbæri þannig að það varpi upp skýrri mynd í huga lesandans svo að viðfangsefnið standi ljóslifandi fyrir hugskotsjónum hans. Þetta stílbragð er jafngamalt sagnahefðinni og er að finna strax í einhverjum elstu bókmenntum Vestur-Evrópu. Forngrikkir voru sér vel meðvitaðir um ekfrasis og var skilgreining þeirra víð og notagildi mikið, til að mynda er fjallað um það í Progymnasmata, sem er leiðbeiningarrit fyrir nemendur í ræðulist. Gotthold Ephraim Lessing, hinn þýski átjándu aldar menningarfrömuður, skrifaði verk sitt Laókóon (útg. 1766), um forna styttu af Laókóon og sonum hans. Þar ræddi hann um muninn á milli myndlistar og skáldskapar. Verkið markaði þáttaskil í bókmenntasögu Vesturlanda þar sem aldagömlum kenningum var varpað fyrir róða. Þrátt fyrir endurreisnartímabil og áherslu á fornmenntastefnu er eins og umræða um ekfrasis hafi legið í hálfgerðu þagnargildi allt fram til tuttugustu aldar. Á undanförnum árum hefur fræðileg umræða um myndlýsingu verið nokkur og í kjölfarið hefur skilgreining hennar tekið breytingum og nálgast skilgreiningu fornaldarmanna á ný.

Accepted: 
  • May 10, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15053


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sólveig S. Hreiðarsd. Ekfrasis-BA-ritgerð.pdf392 kBOpenHeildartextiPDFView/Open