is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15055

Titill: 
  • Dystópíur uppgangskynslóðarinnar. Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er BA-ritgerð til 10 eininga í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Efni ritgerðarinnar beinist að dystópíunni sem kvikmyndagrein og mikilvægi hennar sem samfélagslegs greiningartækis á umrótatímum. Hér er áherslan á frönsku leikstjórana Jean-Luc Godard og François Truffaut og kvikmyndir þeirra Alphaville (1965) og Fahrenheit 451 (1966). Þeir ákváðu báðir að gera dystópíur í kringum það tímabil óróleika sem áttu svo eftir að birtast með einum mestu mótmælum 20. aldarinnar í maí 1968 í Frakklandi. Ritgerðin hefst á stuttri umfjöllun um umrótatímann í kringum maí 1968, en í kjölfarið eru skoðuð áhrif þess tímabils á leikstjórana. Næst er farið í ítarlega greiningu á dystópíum þeirra beggja. Niðurstöður ritgerðarinnar eru að tímabilið hafi haft sterk áhrif á ferla beggja leikstjóra, en sérstaklega á Jean-Luc Godard sem fluttist alfarið yfir í hinu pólitísku kvikmynd eftir atburðina í maí. Fahrenheit 451 sýnir ýmis merki um þann óróleika sem mátti greina í samfélögum vesturheims, en sterkari eru áhrif Alphaville sem birtist okkur sem gríðarlega merk heimild um árin fyrir krísuna, en rök eru færð fyrir því í þessari ritgerð að Alphaville sé um margt sérsök í kanónu leikstjórans. Þannig sé hún í raun sú mynd sem sýni ferðalag leikstjórans frá frásagnarmyndinni yfir í hina pólitísku kvikmynd sem hefur einkennt feril hans alla tíð síðan. Báðar sýna þær sterk einkenni óróleikans sem gætti í hinum vestræna heimi og því standa þessar dystópíur eftir sem fróðleg greining á því umhverfi sem þeir áttu eftir að takast á við og móta, bæði í tengslum við leikstjórana en einnig sem sjálfstæð verk. Dystópían verður að meiru en einungis framtíðarskáldskap þar sem leitast er eftir virku svari af hálfu áhorfenda og um leið er um uppgjör við samtímann að ræða hverju sinni.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15055


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_lokautgafa_2013.pdf806.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna