is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15057

Titill: 
  • Í bláum skugga: Hryllingur, list og kynferði í kvikmyndum Dario Argento
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um nokkrar af kvikmyndum ítalska hryllingsmynda­leikstjórans Dario Argento. Höfundarverk hans er fjölbreytilegt og þar ægir saman ýmsum ólíkum stefnum og straumum. Argento sækir markvisst í ýmis listform sem iðulega eru tengd við hámenningu og tengir þau við kvikmyndagrein sem er alla jafnan lítils metin innan greinafræðanna, þ.e. hryllingsmyndina. Markmið þessarar ritgerðar er að velta upp spurningum varðandi tengsl mynda Argento innan höfundarverks hans með því að skoða mörk hryllings, listar og kynferðis innan þeirra. Ritgerðinni er skipt í fimm hluta; inngang og stutta kynningu, tvo greiningarhluta og lokaorð.
    Í fyrri greiningarhlutanum verða annars vegar fagurfræði og tengsl myndanna við kvikmyndasöguna skoðuð, en hins vegar mörk þess listræna og þess hryllilega innan þeirra. Þrjár kvikmyndir verða teknar fyrir og greindar út frá þessum forsendum; Suspiria (1977, Dario Argento), Inferno (1980, Dario Argento) og Djúprauður (1975, Dario Argento, Profondo rosso). Einnig verður gert grein fyrir því hvernig Argento blandar saman tveimur hrollvekjuhefðum; yfirnáttúrulegum hryllingi og giallo­ hefðinni. Notast verður við grein David Bordwell um listrænu kvikmyndina, grein Úlfhildar Dagsdóttur um heimskvikmyndahrylling og skrif Barry Curtis um reim­leikahúsið. Fræðigreinarnar verða svo tengdar við myndir Argento út frá hugmyndum um listrænu kvikmyndina, bældar minningar, barnæskuna og undirmeðvitundina.
    Í seinni greiningarhlutanum verður litið nánar á konur, kynferði og náttúru með áherslu á framsetningu kvenna í myndum Argento. Skoðað verður hvernig kynjahlutverkum er háttað og hvernig kynferði er oft tengt við náttúruna eða hið yfir­náttúrulega. Tvær myndir verða teknar fyrir og greindar: Fyrirbæri (1985, Dario Argento, Phenomena) og Ópera (1987, Dario Argento, Opera). Greiningin er byggð á kenningum Carol Clover um síðustu stúlkuna og kynferði í slægjunni annars vegar og kenningum Juliu Kristevu, Barböru Creed og Lindu Williams um kynferði kvenna og tengsl þess við hið yfirnáttúrulega og hrollvekjandi hins vegar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birta-BA-I-blaum-skugga.pdf2.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna