is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15059

Titill: 
  • Fangelsið á Kvíabryggju. Tilurð og saga stofnunarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um tilurð og sögu vinnuhælisins að Kvíabryggju við Grundarfjörð. Rakin eru samskipti dómsmálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar sem hófust 1948 þegar áætlað var að opna á Kvíabryggju hæli fyrir áfengissjúka en ekkert varð úr þeirri framkvæmd. Árið 1955 var opnað þar vinnuhæli fyrir menn sem voru í meðlagsskuldum við Reykjavíkurborg og árið 1971 var farið að vista á Kvíabryggju hina ýmsu refsifanga. Í dag er fangelsi rekið á Kvíabryggju með lágmarksöryggisgæslu. Fangar eru vistaðir þar fyrir ýmis konar afbrot en eiga það sameiginlegt að hafa sýnt fram á góða hegðun og eru vímuefnalausir.
    Horft er til umhverfis fangelsismála hér á landi kringum 1950 og hver grundvöllur var fyrir kaupum og stofnun slíks úrræðis innan refsivörslukerfisins. Í framhaldinu er gerð er grein fyrir „Kvíabryggjumálinu“ svokallaða sem sneri að umdeildum greiðslum Reykjavíkurborgar vegna kaupa á lóðinni auk þeirrar gagnrýni á það hvers vegna ríkið ætti að standa undir rekstri slíks hælis fyrir eitt sveitarfélag. Þá er fjallað um upphafsár stofnunarinnar, almenna starfsemi, fanga og starfsmenn, þá mynd sem fjölmiðlar hafa málað af stofnuninni og hugtakið „Hótel Kvíabryggja“ sem jafnan er notað um hana. Skyggnst er inn í daglegt líf á Kvíabryggju með frásögnum fanga sem þar hafa dvalist. Að lokum er stofnuninni eins og hún starfar í dag gerð skil.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að stofnunin á Kvíabryggju hefur alla tíð haft mikla sérstöðu innan fangelsismála á Íslandi sem fangelsi með lágmarks öryggisgæslu og meira frjálsræði en almennt tíðkast. Vegna þessa fyrirkomulags hefur Kvíabryggja verið gagnrýnd sem fangelsisúrræði og orðspor stofnunarinnar komið fram í gagnrýni á aðbúnaði og frjálsræði fanga í fjölmiðlum. Ljóst er að mikil þörf er á gagnrýnni umræðu um starfsemi og hlutverk stofnunarinnar með það að markmiði að varpa ljósi á það mikilvæga starf sem þar er unnið, en ekki síður til að leggja meiri áherslu á betrun innan fangelsisins.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helena Konráðsdóttir Kvíabryggja.pdf414.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna