is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15063

Titill: 
  • Stríðsárin á Reyðarfirði 1940-1945. Umfang hersetunnar og minningar samfélagsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð byggist á rannsókn á áhrifum af hersetu bandamanna á Reyðarfirði í síðari heimsstyrjöld, bæði á samfélagið á staðnum og þá kynslóð sem upplifði stríðið. Auk þess er hér lýst þeirri mynd sem síðari kynslóðir Reyðfirðinga hafa gert sér af hersetunni. Fjallað er um aðdraganda hernáms Íslands, dreifingu herliðsins um landið og skiptingu Íslands í varnarsvæði með sérstöku tilliti til Austurlands. Nákvæm grein er gerð fyrir þeim herafla sem dvaldi á Reyðarfirði, umsvifum hans og búnaði. Samskiptum hermanna og heimamanna eru gerð skil auk þess sem sagt er frá helstu viðburðum sem urðu á Reyðarfirði á stríðsárunum og snertu setulið Bandamanna. Rannsóknin byggir á viðtölum við Reyðfirðinga á ýmsum aldri, menn sem bjuggu á Reyðarfirði 1940-1945 en einnig fólk sem fætt er á næstu áratugum á eftir styrjöldina. Markmiðið með því að ræða við fólk af eftirstríðskynslóðum var að kanna hvort og hvernig hersetan í heimabæ hefði markað uppvöxt þeirra. Lagt er mat á minningar samfélagsins út frá kenningum erlendra fræðimanna um sögu og minningar, t.d. um sameiginlegar minningar hópa.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að viðhorf heimamanna til hermanna var almennt jákvætt. Þó að hersetan sjálf hafi raskað ýmsu í nærumhverfi Reyðfirðinga kemur í ljós að hún bætti til muna efnahag þorpsbúa þar sem herinn var m.a. stór vinnuveitandi á staðnum. Tilkoma hins erlenda setuliðs hafði mikil áhrif á samfélagið og þeirra áhrifa gætir að einhverju marki enn í dag og mun gæta áfram á meðan Reyðfirðingar leggja rækt við minningarnar um það með árlegum hátíðarhöldum og Íslenska stríðsárasafninu.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vmv_ba_130513_skemman.pdf700.83 kBOpinnPDFSkoða/Opna