is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15064

Titill: 
  • Donques sui jo Scilentius: Kyn og kyngervi í Le Roman de Silence
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Le Roman de Silence er franskt ljóð frá 13. öld sem fjallar um stúlkubarn sem alið er upp sem drengur vegna erfðalaga. Verkið rekur líf Silence sem karlmaður og endar þegar hún er afhjúpuð sem kvenmaður. Í sögunni eru Náttúra og Uppeldi persónugerð og þær látnar rífast um hvor þeirra á heiðurinn á því að gera Silence að þeirri persónu sem hún er. Sagan tekst á við staðalímyndir kvenna innan miðaldasamfélags en viðfangsefni þess er óljóst, hvort sem það er að hæla konum eða festa þær í sessi sem veikara kynið eins og var venjan í bókmenntahefð miðalda. Í ljóðinu eru konur flokkaðar niður sem annaðhvort góðar eða slæmar eftir því hvernig þær fylgja reglum samfélagsins. Það fjallar um hvort kyngervi sé meðfætt eða hvort það sé lært og hvort munurinn á kynjunum sé meiri en það sem samfélagið ákveður.
    Ritgerðin fjallar um kyn og kyngervi innan sögunnar og sjónum beint að því hvernig höfundur sögunnar vinnur með ríkjandi samtímahugmyndir um það. Leitast er við að komast að því hvað það er sem ákvarðar kyngervi innan söguheims Silence og kanna hvort kyngervi sé meðfætt eða lært samkvæmt höfundi sögunnar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15064


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð. RagnheiðurLeifsdottir.pdf333.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna