is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15065

Titill: 
  • Frásögn Seiluannáls af utanlandstíðindum og tilburðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða þær erlendu fréttir sem er að finna í Annál Halldórs Þorbergssonar lögréttumanns sem oftast er kallaður Seiluannáll. Annállinn nær yfir árin 1641-1658. Halldór fæddist árið 1623 að líkindum í Skagafirði þar sem hann mun hafa búið um sína daga. Hann lést að Hólum í Hjaltadal árið 1711.
    Til stendur að athuga frá hvað löndum þessar erlendu fréttir komu, um hvað og hverja þær fjölluðu. Hvernig þessar fréttir bárust til landsins og hvort þessar utanlandsfréttir bendi til náinna tengla Íslendinga við umheiminn á þessum tíma.
    Lífshlaup Halldórs verður aðeins skoðað, einkum með tilliti til þess hvernig hann gæti hafa aflað frétta í annál sinn og hvort líklegt sé að hann hafi haft aðstöðu til að hitta fólk sem gat borið honum fréttir og hann greinir frá því í annálnum. Reynt verður að kanna þar sem hægt er hve áreiðanlegur Halldór er í sinni frásögn miðað við aðrar heimildir, og reynt að komast að niðurstöðu um það á hvaða árum líklegt sé að Halldór hafi samið annálinn. Athugað er hvort persónulegar skoðanir Halldórs séu greinanlegar í fréttunum og skoðað hvort þessar erlendu fréttir geta sagt eitthvað til um hugmyndaheim fólks á 17. öld og hvað fólki hefur þótt merkilegar fréttir á þessum tíma. Einnig er kannað hvaða heimild var notuð við útgáfu annálsins árið 1922 og hvort Seiluannáll sé til í frumriti.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða og titilsíða.pdf32.07 kBOpinnForsíða og titilsíðaPDFSkoða/Opna
Ritgerð 130513.pdf412.67 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna