is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15068

Titill: 
  • Átök um franskan hælisleitanda. Meðferð Gervasoni-málsins í íslensku stjórnkerfi árið 1980
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um mál franska liðhlaupans Patrick Gervasoni sem sótti um pólitískt hæli á Íslandi árið 1980 og þær deilur sem það vakti. Fjallað er um meðferð Gervasoni-málsins innan stjórnsýslunnar og hvað réði mestu þegar Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra, tók þá ákvörðun að hafna umsókn Gervasonis. Leitað er svara við því hvers vegna hælisumsóknin varð jafn umdeild og raun bar vitni og hvaða sjónarmið réðu afstöðu stjórnvalda, stjórnmálamanna, félagasamtaka og almennings til hennar. Þá er því lýst hvernig óstöðugt stjórnmálaástand hafði áhrif á þróun Gervasoni-málsins, en Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins, hótaði að hætta stuðningi við ríkisstjórnina sem reiddi sig á eins manns meirihluta í neðri deild Alþingis. Að lokum voru það stjórnarþingmenn sem fundu lausn á málinu sem báðir deiluaðilar gátu sætt sig, þótt stjórnvöld þyrftu einnig að reiða sig á aðstoð danskra stjórnvalda.
    Færð eru rök fyrir því að hjástjórnvöldum hafi öryggissjónarmið vegið þyngst í Gervasoni-málinu: að þeim hafi helst verið í mun að koma í veg fyrir að það hefði fordæmisgildi og leiddi til aukins straums flóttamanna til Íslands. Stuðningsmenn Gervasoni hafi hins vegar einkum beitt siðferðislegum og pólitískum rökum í málflutningi sínum, eins og þeim að það ætti ekki neyða fólk til að gegna herþjónustu. Þá verður deilan sett i samhengi við kalda stríðið með vísan til herleysis Íslendinga og aðildar Íslands og Frakklands að NATO
    Í ritgerðinni er leitast við að sýna fram á að íslensk stjórnvöld hafi verið vanbúin til að takast á við málefni flóttamanna á þessum tíma. Mikla baráttu þurfti að heyja til að tryggja að málið yrði tekið af af fullri alvöru innan stjórnkerfisins og lífi ríkisstjórnarinnar var stefnt í hættu til að leysa það.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gervasoni_malid.lokautgafa.pdf589.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna