is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15069

Titill: 
  • Frjáls vilji: Og hagnýtar siðferðilegar ályktanir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er skrifuð til að útlista nokkur af ráðandi rökum sem fram eru sett í umræðunni um frjálsan vilja. Hún útskýrir þann stóra hluta sem hugmyndin um löggengi tekur og hvernig þær þrjár ráðandi röksemdir í umræðunni nálgast þá hugmynd. Þessar þrjár fylkingar kallast nauðhyggja, frjálshyggja og sáttarhyggja, sem í þessari ritgerð eru útlistaðar í meginatriðum og þær bornar saman. Í ritgerðinni er skoðað hvort nýlegar vísindalegar uppgötvanir hafa eitthvað um umræðuefnið að segja. Teknar verða fyrir uppgötvanir í taugavísindum, sér í lagi rannsóknarniðurstöður Benjamins Libet, sem og athyglisverðar nálganir á frjálsan vilja í ljósi áhrifa skammtafræði á hugmyndir um löggengi. Loks verða heimsóttar tvær þekktar siðfræðikenningar Immanuel Kant og John Stuart Mill í ljósi þess hvaða þátt frjáls vilji leikur í þeim og þær settar í samhengi við fyrri hluta ritgerðarinnar. Ég færi rök fyrir því að við getum nálgast hlutlægari mælikvarða á velferð ef við hættum að leggja megináherslu á frjálsan vilja og persónulega ábyrgð og hugsum frekar til þess hvernig við lágmörkum þjáningu og aukum velferð.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frjáls Vilji (Haukur Hólmsteinsson).pdf270,8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna