is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1507

Titill: 
  • Æfingin skapar meistarann : áhrif mál- og hreyfiþjálfunar í leik- og grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort að samhengi væri á milli tíðni og skipulags mál- og hreyfiþjálfunnar í leikskólum og árangurs í skimun í mál- og hreyfifærni í upphafi skólaárs. Í framhaldi af því var ákveðið að skoða hvort markviss mál- og hreyfiþjálfun í 1. bekk í grunnskóla skilaði árangri hjá þeim börnum sem slakast komu út úr skimun í upphafi skólagöngu. Einnig var leitast við að fá svör við notkun á mál- og hreyfifærniprófum í leikskólum og hvort samstarf væri milli leik- og grunnskóla varðandi prófaniðurstöður.
    61 barn, frá tveimur grunnskólum á Selfossi og fjórir leikskólar tóku þátt í rannsókninni. Sendir voru út spurningalistar til leikskólanna og svo teknar skimanir úr námsefninu um mál- og hreyfiþjálfun á börnunum í 1. bekk í október 2007 og svo aftur í apríl 2008. Nemendur sem voru undir ákveðnum stigum í skimuninni fengu markvissa þjálfun í 40 mín. á viku milli skimana.
    Ekki reyndist samhengi á milli skólastiganna þar sem að sá leikskóli sem kom best út úr fyrri skimun gefur upp að hann sé með minnstu skipulögðu mál- og hreyfiþjálfunina.
    Fram kemur í grunnskóla 1 að tölfræðilegur marktækur munur er á fylgni milli fyrri og seinni skimana hjá getuhærri hóp sem fékk ekki markvissa mál- og hreyfiþjálfun og getuminni hóp sem fékk markvissa mál- og hreyfiþjálfun sem þýðir að þjálfun hefur áhrif og einnig hefur aukin þroski, leikfimi og önnur þjálfun áhrif. Martækur munur er á milli hóp A og B í fyrri skimun ( t= 7,76, p=0,000) og í seinni skimun ( t=2,89, p=0,006) í grunnskóla 1 sem þýðir að við getum sagt að framfarirnar hjá lakari hópnum orsakist af þjálfun þar sem munurinn (t-gildið) minnkar. Ekki kom fram tölfræðilegur marktækur munur á fylgni hjá grunnskóla 2 með samskonar hópa, en þó færra þýði. Martækur munur er á milli hóp A og B í fyrri skimunn (t= 4,82, p=0,000) og í seinni skimunn (t=2,77, p=0,012) í grunnskóla 2.
    Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar okkar kemur fram að markviss notkun er á mál- og hreyfifærniprófum í leikskólunum. Einnig er samstarf milli leik- og grunnskóla hvað varðar niðurstöður úr þessum prófum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að markviss mál- og hreyfiþjálfun skili sér í bættri mál- og hreyfifærni hjá þeim nemendum sem eru slakastir. Þar sem marktækur munur er á getu hópana í upphafi segir það okkur að hópaskiptingin aðskilur góða nemendur frá slökum. Betri nemendurnir bæta sig líka en slakari nemendur bæta sig mun meira þar sem bilið á meðalskori þessara hópa minnkar verulega (sjá t-gildi).
    Lykilorð: Mál- og hreyfiþjálfun.

Athugasemdir: 
  • Íþróttabraut
Samþykkt: 
  • 27.6.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1507


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FORSÍÐA PDF.pdf325,14 kBLokaðurForsíðaPDF
Fylgiskjal 1 PDF.pdf15,79 kBLokaðurFylgiskjal 1PDF
Fylgiskjal 2 PDF.pdf35,26 kBLokaðurfylgiskjal 2PDF
Fylgiskjal 3 PDF.pdf12,7 kBLokaðurFylgiskjal 3PDF
Fylgiskjal 4 PDF.pdf13,37 kBLokaðurFylgiskjal 4PDF
RITGERÐ PDF.pdf1,46 MBLokaðurRannsóknarverkefni til B.S prófs í íþróttafræðumPDF