Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15070
Þessi ritgerð skiptist í tvo meginhluta. Annars vegar er þýðing á hluta af Hollráðum Hugos Hlustum á börnin okkar eftir Hugo Þórisson, hins vegar er umfjöllun um þýðingar og fræðileg atriði úr þýðingarfræði. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar kynni ég höfundinn og bókina og segi frá ástæðum mínum að þýða þessa bók. Í öðrum kafla er sagt frá nokkrum almennum atriðum í þýðingarfræði, þ.e. skilgreiningu á hugtakinu þýðingu,
mismunandi þýðingaraðferðum, ólíkum kenningum í þýðingarfræði og fleira. Þriðji kafli er svokölluð greinagerð fyrir sjálfri þýðingunni. Þar er fjallað um vandamál sem komu upp í þýðingunni í samræmi við fræðilegt efni sem eru kynnt í öðrum kafla. Fjórði kafli, lokaorð, er stutt samantekt. Svo kemur þýðingin sjálf í seinni hluta ritgerðarinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerd.pdf | 875.46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |