is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15074

Titill: 
 • Þagnarskylda endurskoðenda, með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þagnarskylda getur meðal annars orðið til með samningi á milli aðila, lagaboði, eðli máls eða siðareglum starfsstétta og felur í sér að endurskoðandi má ekki segja óviðkomandi aðilum frá málefnum viðskiptavinar síns nema skýr heimild til að rjúfa þagnarskylduna liggi fyrir. Slík heimild getur komið til með því að sá sem þagnarskyldan snýr að veitir leyfi til að greina frá upplýsingum, lög kveði á um að upplýsinga- eða tilkynningaskylda sé til staðar eða fyrir liggi dómsúrskurður um að veita upplýsingar.
  Endurskoðandi starfar í umhverfi þar sem traust og trúnaður skiptir öllu máli. Það er því bráðnauðsynlegt fyrir hann að hafa góða þekkingu á hvað þagnarskylda er og hvenær hún á við. Það er ekki síður nauðsynlegt fyrir hann að vita hvenær honum ber skylda til að veita upplýsingar, tilkvaddur eða að fyrra bragði, og hvenær það telst brot á þagnarskyldunni að tjá sig, enda getur upplýsingagjöf án viðeigandi heimilda varðað starfsheiður hans. Það skiptir því máli að hann þekki og skilji lagarammann sem honum ber að starfa eftir en merking lagatexta liggur ekki alltaf ljós fyrir.
  Á undanförnum árum hafa verulegar breytingar verið gerðar á regluverkinu sem endurskoðendur starfa eftir, þar á meðal 8. félagatilskipun Evrópusambandsins nr. 2006/43/EB sem fjallar um lögbundna endurskoðun. Í kjölfarið voru gerðar breytingar á löggjöf Íslands, Noregs og Danmerkur um löggilta endurskoðendur.
  Eftirfarandi rannsókn var þríþætt. Í fyrsta lagi var inntak þagnarskyldunnar í lögum nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur rannsakað. Þá var kannað hvort ákvæði 30. gr. laganna um endurskoðendur uppfyllti kröfur 8. tilskipunarinnar um þagnarskyldu og að lokum var rannsakað hvort að trúnaðarskylda í íslenskum lögum um endurskoðendur væri sambærileg við þagnarskyldu í lögum um endurskoðendur í Danmörku og Noregi.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru: 1) Þagnarskylda gildir, nema skýr heimild til þess að rjúfa hana sé fyrir hendi. 2) Ákvæði 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur uppfylla kröfur 8. tilskipunarinnar. 3) Íslensk, dönsk og norsk lög um þagnarskyldu eru mjög lík en eru ekki fyllilega sambærileg.

Samþykkt: 
 • 10.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaeintak.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna