Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15075
Í þessari ritgerð mun ég fjalla um birtingarmynd kyngervis í Krúnuleikunum eftir George R.R. Martin og hvernig staða kvenpersóna innan fantasíuheimsins hefur tekið breytingum með innkomu póstmódernisma. Ég mun styðja mig við skilgreiningu Jean-François Lyotard á póstmódernisma með sérstakri áherslu á þá breytingu er hefur orðið í formgerð skáldsagna í nútímasamfélagi. Samfara skilgreiningu hans á póstmódernisma mun ég greina frá túlkun Judith Butler á kyngervi sem athöfn er hlýtur gildi sitt í gegnum endurtekningu og hugmyndum Joan Riviere á leiknu hlutverki kyngervis. Með þeirri sundrun er hefur orðið í frásagnamáta fantasíubókmennta sökum afbyggingar leiðarfrásagnarinnar, eða ‚meta-narrative‘ eins og hún er kölluð í enskri þýðingu, trúi ég að hafi skapast möguleiki fyrir því að afbyggja viðtekið kyngervi og mun ég rannsaka birtingarmynd þess í gegnum drottninguna Cersei Lannister. Sökum þess að lesandinn er aðeins kynntur fyrir Cersei í gegnum aðrar persónur verksins í fyrstu þremur bókum seríunnar eru henni tileinkaðir eiginleikar hinnar viðteknu illu drottningar vegna stöðu hennar innan valdaskipunarinnar. Það er ekki fyrr en í fjórðu bókinni A Feast for Crows sem að Cersei er sjálf sett í forgrunninn og gjörðir hennar eru útskýrðar út frá hennar eigin sjónarhorni. Sú sundurleitni sem einkennir sjálfsmynd hennar er því sköpuð í gegnum fyrirfram ákveðna staðla samfélagsins á kyngervi kvenna, sem afneitar löngun þeirra til að gegna valdamikilli stöðu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Ba ritgerð- PDF.pdf | 366 kB | Open | Heildartexti | View/Open |