is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15079

Titill: 
  • Birtingarmyndir kvenna í Mávahlátri. Hugmyndafræðileg greining á kvikmyndaaðlögun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er kvikmyndin Mávahlátur (Ágúst Guðmundsson, 2001) sem byggð er á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur frá árinu 1995. Í kringum Edduverðlaunahátíðina sem haldin var í ársbyrjun 2013 skapaðist talsverð umræða um skort á kvenhlutverkum í kvikmyndum hér á landi og ljóst er að kvenpersónur og kvenmiðaður reynsluheimur er síður áberandi í þeim íslensku myndum sem hvað mestrar velgengni hafa notið undanfarna tvo áratugi. Mávahlátur er ein af fáum undantekningum þar á, enda eru allar helstu persónur myndarinnar konur. Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Í fyrri hluta er fjallað um aðlögunarfræði almennt og farið yfir helstu kenningar sem fram hafa komið á því sviði. Í kjölfarið eru verkin tvö sem liggja til grundvallar umfjölluninni, skáldsagan Mávahlátur og hin samnefnda kvikmynd, borin saman með hefðbundinni samanburðargreiningu þar sem sérstaklega er einblínt á helstu frásagnarþætti. Í síðari hluta er femínískri greiningu beitt til þess að rannsaka birtingarmyndir og frásagnarhlutverk kvenna í kvikmyndaaðlöguninni með sérstöku tilliti til framsetningar í upprunaverkinu. Annars vegar er litið til samfélagslegrar stöðu og valdaleysis kvenna og hins vegar til kynferðislegrar ímyndasköpunar og fegrunar kvenlíkamans. Markmið umfjöllunarinnar er að varpa ljósi á hvernig kynjaheimur skáldsögunnar birtist í kvikmyndinni. Niðurstaða hugmyndafræðilegrar greiningar er að kynjaheimur skáldsögunnar birtist að mörgu leyti óbreyttur í kvikmyndinni, aðallega hvað varðar fjölda og frásagnarmikilvægi kvenpersóna. Samanburður verkanna tveggja varpar áhugaverðu ljósi á hvernig ákveðin hefð í framsetningu kvenna í kvikmyndum virkjast í kvikmyndaaðlöguninni en afhjúpar um leið að greining á samfélagslegri stöðu kvenna í aðlöguninni er ekki eins fjölbreytt og róttæk eins og upprunaverkið gefur tilefni til.

Samþykkt: 
  • 11.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigurlaug_elin_BA.pdf10.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna