is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15088

Titill: 
  • Réttlátt stríð. Íhlutun með vísun í mannréttindi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ein af þeim kenningum sem hafa verið settar fram um stríðsrekstur er kenningin um rétt-lætanlegt stríð. Umfjöllunin hefst á umræðu um meginskilyrðin tvö, sem kenningin um rétt-látt stríð byggir á. Fyrra skilyrðið er sjálf réttlætingin fyrir stríðinu, jus ad bellum. Það til-greinir réttmætar ástæður til að hefja stríð. Síðara skilyrðið kallast jus in bello. Það tekur til réttlætingar í stríðsrekstrinum sjálfum, þ.e. hvernig stríðsaðilar eigi að haga sér í stríðinu. Í framhaldinu er einnig fjallað um skilyrði sem kom fram síðar og nefnist réttlæting eftir stríðið, jus post bellum. Það lítur til þess sem gerist eftir stríðið og áhrif þess á hvernig málin þróast, og tengingu þess við réttmæti og réttlæti. Í kjölfarið er tengingin skoðuð á milli um-ræðunnar um réttlátt stríð og orðræðu mannréttinda. Dæmi eru tekin úr nýlegum átökum þar sem umræða um mannréttindi var stór partur. Fram kemur að þrátt fyrir að bæði mann-réttindalöggjöf og meginreglur varðandi réttlátan stríðsrekstur séu fyrir hendi er óvíst að þeim sé fylgt. Þar sem íhlutunaraðilar vísa mjög oft í mannréttindabrot er mannréttindahug-takið skoðað og reynt að sýna fram á hvernig hugsanlega sé hægt að hefja stríð á grundvelli slíkra brota. Niðurstaða þeirrar umræðu er að ef mannréttindi eiga bæði að ná almennt yfir öll samfélög, en um leið yfir einstök samfélög, þurfi að gæta að hlutlægni sé náð og henni framfylgt. Náist það ekki er er hætta á því að mannréttindasjónarmið verði notuð sem yfir-varp til að ná fram öðrum markmiðum og stjórnvöld túlki mannréttindaákvæði eftir því sem hentar hverju sinni. Loks er fjallað um dæmi um það hvernig mannréttindaorðræðunni hefur verið beitt til þess að réttlæta stríð, t.d. í Lýbíu. Lokaniðurstaðan er að þótt forsendur séu til að heyja réttlátt stríð, út frá sjónarmiði mannréttinda, þá gefi sagan okkur ástæðu til þess að hafa efasemdir um hvort það sé raunverulega hægt.

Samþykkt: 
  • 13.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Réttlátt stríð lokahandrit 12 mai.pdf733.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna